Sigurvegari Boston maraþonsins hinkraði á meðan keppinautur hennar fór á klósettið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2018 22:30 Desiree Linden var kát eftir sigurinn. Vísir/EPA Desiree Linden varð fyrsta bandaríska konan í þrjá áratugi til að vinna Boston maraþonið en hún vakti líka mikla athygli fyrir íþróttamannslega framkomu í hlaupinu sjálfu. Desiree Linden hljóp með löndu sinni Shalane Flanagan sem hafði unnið New York maraþonið á dögunum. Allt í einu sást Shalane Flanagan hlaupa út úr brautinni og inn í ferðaklósett. Desiree Linden hefði þarna átt að fá möguleika á að ná smá forskoti á keppinaut sinn en ákvað frekar að bíða. „Hún lét mig vita að hún væri að fara á klósettið. Ég hugsaði bara að það væri að hægjast á hlaupinu en ef það gerðist ekki þá myndi ég reyna að hjálpa henni að komast aftur inn í hópinn,“ sagði Linden.Boston Marathon champion Desiree Linden waited for fellow-runner's bathroom break during the race: https://t.co/X71uTtXzC0pic.twitter.com/2UoOMHmygN — Yahoo Sports (@YahooSports) April 16, 2018 Flanagan var fljót að ljúka sér af og klósettferðin tók aðeins fimmtán sekúndur. Það var grenjandi rigning á meðan hlaupinu stóð og að það hægði talsvert á hraðanum sem kom sér vel fyrir þær Linden og Flanagan. „Des þurfti ekki að bíða eftir mér. Það var mjög hugulsamt hjá henni að gera það,“ sagði Flanagan. Biðin kom ekki í veg fyrir að Linden vann hlaupið á 2:29;54 klukkutímum en hún kom í mark fjórum mínútum á undan Sarah Sellers. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Desiree Linden varð fyrsta bandaríska konan í þrjá áratugi til að vinna Boston maraþonið en hún vakti líka mikla athygli fyrir íþróttamannslega framkomu í hlaupinu sjálfu. Desiree Linden hljóp með löndu sinni Shalane Flanagan sem hafði unnið New York maraþonið á dögunum. Allt í einu sást Shalane Flanagan hlaupa út úr brautinni og inn í ferðaklósett. Desiree Linden hefði þarna átt að fá möguleika á að ná smá forskoti á keppinaut sinn en ákvað frekar að bíða. „Hún lét mig vita að hún væri að fara á klósettið. Ég hugsaði bara að það væri að hægjast á hlaupinu en ef það gerðist ekki þá myndi ég reyna að hjálpa henni að komast aftur inn í hópinn,“ sagði Linden.Boston Marathon champion Desiree Linden waited for fellow-runner's bathroom break during the race: https://t.co/X71uTtXzC0pic.twitter.com/2UoOMHmygN — Yahoo Sports (@YahooSports) April 16, 2018 Flanagan var fljót að ljúka sér af og klósettferðin tók aðeins fimmtán sekúndur. Það var grenjandi rigning á meðan hlaupinu stóð og að það hægði talsvert á hraðanum sem kom sér vel fyrir þær Linden og Flanagan. „Des þurfti ekki að bíða eftir mér. Það var mjög hugulsamt hjá henni að gera það,“ sagði Flanagan. Biðin kom ekki í veg fyrir að Linden vann hlaupið á 2:29;54 klukkutímum en hún kom í mark fjórum mínútum á undan Sarah Sellers.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira