Leigjendur látnir gjalda fyrir slæma stöðu á markaði Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2018 18:52 Lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir allt of algengt að leigusalar nýti sér erfiða stöðu leigjenda á markaði til að hækka verð og rukka þá um ýmis aukagjöld. Um 2.500 leigjendur leituðu til samtakanna á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að boða fulltrúa stærstu leigufyrirtækja landsins til fundar á næstu vikum til að ræða stöðuna á leigumarkaði. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í gær en hann telur nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. „Það berast fregnir víða af landinu um það að leigufélög, einkarekin leigufélög í eigu stórra lífeyrissjóða m.a., gangi ansi hart fram gagnvart fólki sem er á leigumarkaði. Þetta er verkefni sem þarf að skoða og þarf að setja í gang einhverja vinnu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason á Alþingi í gær. Neytendasamtökin hafa um árabil boðið upp á sérstaka leigjendaaðstoð en um tvö þúsund og fimm hundruð fyrirspurnir bárust í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Einar Bjarni Einarsson lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir að leigjendur séu oft í veikri stöðu þar sem eftirspurn eftir húsnæði sé mun meiri en framboð. Dæmi eru um að leigusalar nýti sér þetta með því rukka leigjendur um ýmis aukagjöld. „Það kemur fyrir að það komi reikningar á borð varðandi einhver milligöngugjöld og útgöngugjöld og jafnvel innflutningsgjöld sem eru þá hvergi nefnd í leigusamningi né í leigusamningi stóru leigufélaganna. Leigjendur sjá sér oft ekki annað fært en að greiða þessa reikninga,“ segir Einar Bjarni. Hann segir að skammtímasamningar séu líka notaðir til að knýja fram hækkun á húsaleigu. "Samningar eru í auknum mæli gerðir tímabundnir til eins árs í senn, jafnvel skemur. Við endurnýjun og þá oft stuttu áður en samningur rennur út þá er borinn fram nýr samningur með kannski tíu eða tuttugu prósenta hækkun. Leigjandi sem þekkir ekki stöðu sína nægilega vel er þá nauðbeygður til að skrifa undir samninginn eða að öðrum kosti lenda á götunni,“ segir Einar Bjarni. Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Sjá meira
Lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir allt of algengt að leigusalar nýti sér erfiða stöðu leigjenda á markaði til að hækka verð og rukka þá um ýmis aukagjöld. Um 2.500 leigjendur leituðu til samtakanna á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að boða fulltrúa stærstu leigufyrirtækja landsins til fundar á næstu vikum til að ræða stöðuna á leigumarkaði. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í gær en hann telur nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. „Það berast fregnir víða af landinu um það að leigufélög, einkarekin leigufélög í eigu stórra lífeyrissjóða m.a., gangi ansi hart fram gagnvart fólki sem er á leigumarkaði. Þetta er verkefni sem þarf að skoða og þarf að setja í gang einhverja vinnu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason á Alþingi í gær. Neytendasamtökin hafa um árabil boðið upp á sérstaka leigjendaaðstoð en um tvö þúsund og fimm hundruð fyrirspurnir bárust í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Einar Bjarni Einarsson lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir að leigjendur séu oft í veikri stöðu þar sem eftirspurn eftir húsnæði sé mun meiri en framboð. Dæmi eru um að leigusalar nýti sér þetta með því rukka leigjendur um ýmis aukagjöld. „Það kemur fyrir að það komi reikningar á borð varðandi einhver milligöngugjöld og útgöngugjöld og jafnvel innflutningsgjöld sem eru þá hvergi nefnd í leigusamningi né í leigusamningi stóru leigufélaganna. Leigjendur sjá sér oft ekki annað fært en að greiða þessa reikninga,“ segir Einar Bjarni. Hann segir að skammtímasamningar séu líka notaðir til að knýja fram hækkun á húsaleigu. "Samningar eru í auknum mæli gerðir tímabundnir til eins árs í senn, jafnvel skemur. Við endurnýjun og þá oft stuttu áður en samningur rennur út þá er borinn fram nýr samningur með kannski tíu eða tuttugu prósenta hækkun. Leigjandi sem þekkir ekki stöðu sína nægilega vel er þá nauðbeygður til að skrifa undir samninginn eða að öðrum kosti lenda á götunni,“ segir Einar Bjarni.
Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Sjá meira