Leigjendur látnir gjalda fyrir slæma stöðu á markaði Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2018 18:52 Lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir allt of algengt að leigusalar nýti sér erfiða stöðu leigjenda á markaði til að hækka verð og rukka þá um ýmis aukagjöld. Um 2.500 leigjendur leituðu til samtakanna á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að boða fulltrúa stærstu leigufyrirtækja landsins til fundar á næstu vikum til að ræða stöðuna á leigumarkaði. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í gær en hann telur nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. „Það berast fregnir víða af landinu um það að leigufélög, einkarekin leigufélög í eigu stórra lífeyrissjóða m.a., gangi ansi hart fram gagnvart fólki sem er á leigumarkaði. Þetta er verkefni sem þarf að skoða og þarf að setja í gang einhverja vinnu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason á Alþingi í gær. Neytendasamtökin hafa um árabil boðið upp á sérstaka leigjendaaðstoð en um tvö þúsund og fimm hundruð fyrirspurnir bárust í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Einar Bjarni Einarsson lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir að leigjendur séu oft í veikri stöðu þar sem eftirspurn eftir húsnæði sé mun meiri en framboð. Dæmi eru um að leigusalar nýti sér þetta með því rukka leigjendur um ýmis aukagjöld. „Það kemur fyrir að það komi reikningar á borð varðandi einhver milligöngugjöld og útgöngugjöld og jafnvel innflutningsgjöld sem eru þá hvergi nefnd í leigusamningi né í leigusamningi stóru leigufélaganna. Leigjendur sjá sér oft ekki annað fært en að greiða þessa reikninga,“ segir Einar Bjarni. Hann segir að skammtímasamningar séu líka notaðir til að knýja fram hækkun á húsaleigu. "Samningar eru í auknum mæli gerðir tímabundnir til eins árs í senn, jafnvel skemur. Við endurnýjun og þá oft stuttu áður en samningur rennur út þá er borinn fram nýr samningur með kannski tíu eða tuttugu prósenta hækkun. Leigjandi sem þekkir ekki stöðu sína nægilega vel er þá nauðbeygður til að skrifa undir samninginn eða að öðrum kosti lenda á götunni,“ segir Einar Bjarni. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir allt of algengt að leigusalar nýti sér erfiða stöðu leigjenda á markaði til að hækka verð og rukka þá um ýmis aukagjöld. Um 2.500 leigjendur leituðu til samtakanna á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að boða fulltrúa stærstu leigufyrirtækja landsins til fundar á næstu vikum til að ræða stöðuna á leigumarkaði. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í gær en hann telur nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. „Það berast fregnir víða af landinu um það að leigufélög, einkarekin leigufélög í eigu stórra lífeyrissjóða m.a., gangi ansi hart fram gagnvart fólki sem er á leigumarkaði. Þetta er verkefni sem þarf að skoða og þarf að setja í gang einhverja vinnu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason á Alþingi í gær. Neytendasamtökin hafa um árabil boðið upp á sérstaka leigjendaaðstoð en um tvö þúsund og fimm hundruð fyrirspurnir bárust í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Einar Bjarni Einarsson lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir að leigjendur séu oft í veikri stöðu þar sem eftirspurn eftir húsnæði sé mun meiri en framboð. Dæmi eru um að leigusalar nýti sér þetta með því rukka leigjendur um ýmis aukagjöld. „Það kemur fyrir að það komi reikningar á borð varðandi einhver milligöngugjöld og útgöngugjöld og jafnvel innflutningsgjöld sem eru þá hvergi nefnd í leigusamningi né í leigusamningi stóru leigufélaganna. Leigjendur sjá sér oft ekki annað fært en að greiða þessa reikninga,“ segir Einar Bjarni. Hann segir að skammtímasamningar séu líka notaðir til að knýja fram hækkun á húsaleigu. "Samningar eru í auknum mæli gerðir tímabundnir til eins árs í senn, jafnvel skemur. Við endurnýjun og þá oft stuttu áður en samningur rennur út þá er borinn fram nýr samningur með kannski tíu eða tuttugu prósenta hækkun. Leigjandi sem þekkir ekki stöðu sína nægilega vel er þá nauðbeygður til að skrifa undir samninginn eða að öðrum kosti lenda á götunni,“ segir Einar Bjarni.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira