Allt tiltækt slökkvilið var kalla út eftir að elds varð vart í skólanum á öðrum tímanum í nótt.
Þurftu slökkviliðsmenn að rífa mikið af klæðningu á tengibyggingu á skólasvæðinu auk þess sem eldur komst í þak hússins.

Finnur segir engan elda hafa komist inn í húsið en reykræsta þurfti bygginguna og var einhver reykjarlykt þar. „Ég held að það sé nánast hægt að fullyrða að þetta sé íkveikja með tilliti til staðsetninga, hvar eldurinn var og á hvaða tíma sólarhrings, það kemur fátt annað til greina held ég,“ segir Finnur í samtali við fréttastofu.
Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóra Laugalækjarskóla, segir enga truflun verða á skólastarfi og kennsla muni fara fram í dag.