Mengun í höfuðborginni mældist tvöföld á við mengunina frá Eyjafjallajökli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. janúar 2018 20:00 Mengunarmet var líklega slegið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar loftmengunin mældist tvöföld á við mengunina sem stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mengunarský lagðist yfir höfuðborgina í nótt þegar sprengjugleðin náði hámarki í miklu hægviðri. Að sögn veðurfræðings var einungis um 700 metra skyggni í nótt en vanalega er það um 40 til 50 kílómetrar. Sérfræðingur í loftgæðum segir að nýtt mengunarmet í höfuðborginni hafi líklega verið slegið við mælistöðina við Dalsmára í Kópavogi. „Hér mældist hæsta 10 mínútna gildið 4500 míkrógrömm á rúmmetra. Þó við séum ekki búin að rýna mikið í tölur í morgun man ég ekki eftir svona háu gildi. Þannig líklega er þetta met hérna á höfuðborgarsvæðinu," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Er þetta ríflega tvöfalt meiri mengun en stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í höfuðborginni. „Í Eyjafjallajökli mældist mengunin líklega um tvö þúsund, þannig að þetta er hærra en það. Þar var reyndar að mælast hærra í nágrenni við fjallið," segir Þorsteinn. Flugeldamengunin er þá einnig skaðlegri. „Þetta er meira af skaðlegum efnum, þetta er meira sót og fín efni sem hafa verri heilsufarsáhrif," segir Þorsteinn. Mengunarskýið var ennþá greinilegt yfir höfuðborginni í dag en sökum veðurs er það lengi að leysast upp. „Það má kannski segja að það sé met líka að því leyti hvað mengunin er lengi, þó hún hafi lækkað mikið er hún ennþá viðvarandi og í þessari áttleysu er hún bara að fjúka fram og til baka um höfuðborgarsvæðið," segir Þorsteinn. Þungmálmar sem sitja eftir í umhverfinu eru í flugeldum og telur Þorsteinn að skoða mætti umhverfisvænni flugelda sem innihalda minna blýmagn. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikill hluti þetta er af þungmálmalosun Íslands en í sumum löndum hafa menn reiknað sig niður á tölu sem er verulegur hluti sem skiptir máli," segir Þorsteinn. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Mengunarmet var líklega slegið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar loftmengunin mældist tvöföld á við mengunina sem stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mengunarský lagðist yfir höfuðborgina í nótt þegar sprengjugleðin náði hámarki í miklu hægviðri. Að sögn veðurfræðings var einungis um 700 metra skyggni í nótt en vanalega er það um 40 til 50 kílómetrar. Sérfræðingur í loftgæðum segir að nýtt mengunarmet í höfuðborginni hafi líklega verið slegið við mælistöðina við Dalsmára í Kópavogi. „Hér mældist hæsta 10 mínútna gildið 4500 míkrógrömm á rúmmetra. Þó við séum ekki búin að rýna mikið í tölur í morgun man ég ekki eftir svona háu gildi. Þannig líklega er þetta met hérna á höfuðborgarsvæðinu," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Er þetta ríflega tvöfalt meiri mengun en stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í höfuðborginni. „Í Eyjafjallajökli mældist mengunin líklega um tvö þúsund, þannig að þetta er hærra en það. Þar var reyndar að mælast hærra í nágrenni við fjallið," segir Þorsteinn. Flugeldamengunin er þá einnig skaðlegri. „Þetta er meira af skaðlegum efnum, þetta er meira sót og fín efni sem hafa verri heilsufarsáhrif," segir Þorsteinn. Mengunarskýið var ennþá greinilegt yfir höfuðborginni í dag en sökum veðurs er það lengi að leysast upp. „Það má kannski segja að það sé met líka að því leyti hvað mengunin er lengi, þó hún hafi lækkað mikið er hún ennþá viðvarandi og í þessari áttleysu er hún bara að fjúka fram og til baka um höfuðborgarsvæðið," segir Þorsteinn. Þungmálmar sem sitja eftir í umhverfinu eru í flugeldum og telur Þorsteinn að skoða mætti umhverfisvænni flugelda sem innihalda minna blýmagn. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikill hluti þetta er af þungmálmalosun Íslands en í sumum löndum hafa menn reiknað sig niður á tölu sem er verulegur hluti sem skiptir máli," segir Þorsteinn.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent