Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 08:58 Ormsbók Snorra-Eddu verður til sýnis á Listastafni Íslands síðar í sumar. Fréttablaðið/GVA / Wikipedia Tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða flutt með vél Icelandair frá Kaupmannahöfn, þar sem þau eru varðveitt, til landsins í dag. Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár sem opnuð verður í Listasafni Íslands þann 18. júlí í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Handritin sem um ræðir eru Ormsbók, eitt af höfuðhandritum Snorra Eddu, og Reykjabók Njálu, elsta nær heila handrit sögunnar og eina handrit hennar sem enn er varðveitt í Kaupmannahöfn, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis. Handritin munu verða í öndvegi á sýningunni. „Á Keflavíkurflugvelli tekur sérsveit Ríkislögreglustjóra við handritunum og flytur þau í Árnastofnun þar sem Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir þeim viðtöku og varðveitir þar til sýningin Lífsblómið opnar. Klukkan 16.30 mun Guðrún opna handritakassana og segja stuttlega frá handritunum. Fljótlega eftir að Ísland varð lýðveldi árið 1944 hófust viðræður við Dani um að öll íslensk miðaldahandrit sem varðveitt væru í Kaupmannahöfn skyldu flutt til Íslands. Tíu árum síðar hófust samningaviðræður milli þjóðanna um afhendingu íslenskra handrita. Árið 1961 náðist samkomulag um að handrit skrifuð á íslensku með efni sem varðaði Ísland og íslensk málefni sérstaklega yrðu flutt til Íslands en önnur íslensk miðaldahandrit yrðu áfram varðveitt í Kaupmannahöfn. Vorið 1971 komu fyrstu tvö handritin heim til Íslands, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða,“ segir í tilkynningunni. Vélin lendir klukkan 15:10 á Keflavíkurflugvelli. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða flutt með vél Icelandair frá Kaupmannahöfn, þar sem þau eru varðveitt, til landsins í dag. Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár sem opnuð verður í Listasafni Íslands þann 18. júlí í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Handritin sem um ræðir eru Ormsbók, eitt af höfuðhandritum Snorra Eddu, og Reykjabók Njálu, elsta nær heila handrit sögunnar og eina handrit hennar sem enn er varðveitt í Kaupmannahöfn, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis. Handritin munu verða í öndvegi á sýningunni. „Á Keflavíkurflugvelli tekur sérsveit Ríkislögreglustjóra við handritunum og flytur þau í Árnastofnun þar sem Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir þeim viðtöku og varðveitir þar til sýningin Lífsblómið opnar. Klukkan 16.30 mun Guðrún opna handritakassana og segja stuttlega frá handritunum. Fljótlega eftir að Ísland varð lýðveldi árið 1944 hófust viðræður við Dani um að öll íslensk miðaldahandrit sem varðveitt væru í Kaupmannahöfn skyldu flutt til Íslands. Tíu árum síðar hófust samningaviðræður milli þjóðanna um afhendingu íslenskra handrita. Árið 1961 náðist samkomulag um að handrit skrifuð á íslensku með efni sem varðaði Ísland og íslensk málefni sérstaklega yrðu flutt til Íslands en önnur íslensk miðaldahandrit yrðu áfram varðveitt í Kaupmannahöfn. Vorið 1971 komu fyrstu tvö handritin heim til Íslands, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða,“ segir í tilkynningunni. Vélin lendir klukkan 15:10 á Keflavíkurflugvelli.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira