Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. janúar 2018 05:00 Eigandi Strawberries kærði framgöngu lögreglumanna og þjófnað á haldlögðum munum úr húsleitum. Hvorug þeirra leiddi til ákæru. vísir/stefán „Það er í mínum huga ekki æskilegt að þetta skuli geta gerst,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um að óupplýst sé hvernig haldlögð verðmæti hurfu úr hirslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir húsleit á kampavínsklúbbnum Strawberries. Eigandi Strawberries kærði bæði þjófnað á eigum sínum og framgöngu lögreglumanna við rassíu á staðinn til héraðssaksóknara árið 2016. Nú liggur fyrir að hvorug kæran leiddi til ákæru.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Fréttablaðið/GVALögreglurannsókn á starfsemi á Strawberries og rassía með óeinkennisklæddum lögreglumönnum varð til þess að eigandinn og fjórir starfsmenn staðarins voru handteknir árið 2013. Í júní 2015 lét ríkissaksóknari málið niður falla að undanskildum meintum skattalagabrotum eigandans. Vegna þeirra var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 242 milljóna króna sektar í maí síðastliðnum. Haustið 2016 hafði eigandinn þó lagt fram kærur á hendur lögreglunni til héraðssaksóknara, annars vegar vegna framgöngu lögreglumanna í rassíunni og hins vegar vegna hinna horfnu muna. Ólafur Þór segir báðar kærurnar hafa verið rannsakaðar. Niðurstaðan varðandi kæruna um framgöngu lögreglumannanna, sem meðal annars voru sakaðir um að hafa verið ölvaðir eftir að hafa kneyfað áfengi á staðnum fyrir handtökur, var að ekki hafi verið talið tilefni til að saksækja að sögn Ólafs. Hin kæran varðaði þá staðreynd að í málinu var haldlagt nokkuð af verðmætum í húsleitum tengdum rannsókninni. Þar á meðal var Rolex-úr, skartgripir, þar á meðal erfðagripir, og reiðufé. Allt þetta mun hafa verið fært í munaskrá lögreglu en fullyrt hefur verið að verðmæti munanna hafi numið milljónum króna. Aðeins starfsmenn lögregluembættisins eiga að hafa aðgang að þessum hirslum. Upp komst að verðmætin væru horfin úr hirslum lögreglu þegar embætti héraðssaksóknara kallaði eftir þeim til að láta verðmeta þau. Hvarf munanna sætti í kjölfarið bæði rannsókn innanhúss hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Hvorug skilaði niðurstöðu. „Það hafðist ekki uppi á þeim sem mögulega bar ábyrgð á því að þessir hlutir hurfu. Þeirri rannsókn var því hætt,“ segir Ólafur Þór. Aðspurður hvort það sé ásættanleg niðurstaða segir hann þetta vissulega bagalegt. „Það var farið af stað til að upplýsa með hvaða hætti þessir munir hverfa. Það er alls ekki nógu gott að það fáist ekki botn í það og bendir til þess að menn þurfi að lagfæra það sem þarna hefur borið út af, hvort sem það er út af saknæmri háttsemi eða ekki. Í þeim tilvikum þegar við erum með muni haldlagða þá er málum háttað þannig að það komi alls ekki til greina að svona staða komi upp,“ segir héraðssaksóknari. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Ríkissaksóknari áfrýjar Strawberries málinu til Hæstaréttar Í maí síðastliðnum var Viðar Már dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot og honum gert að greiða 242 milljóna króna sekt í ríkissjóð. 2. ágúst 2017 06:00 Millifært beint á félagið Reisn Aðalmeðferð í skattsvikamáli fyrrverandi eiganda Strawberries fór fram í gær. Maðurinn krefst frávísunar eða sýknu vegna þess hve málið hefur dregist. 3. maí 2017 07:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Það er í mínum huga ekki æskilegt að þetta skuli geta gerst,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um að óupplýst sé hvernig haldlögð verðmæti hurfu úr hirslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir húsleit á kampavínsklúbbnum Strawberries. Eigandi Strawberries kærði bæði þjófnað á eigum sínum og framgöngu lögreglumanna við rassíu á staðinn til héraðssaksóknara árið 2016. Nú liggur fyrir að hvorug kæran leiddi til ákæru.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Fréttablaðið/GVALögreglurannsókn á starfsemi á Strawberries og rassía með óeinkennisklæddum lögreglumönnum varð til þess að eigandinn og fjórir starfsmenn staðarins voru handteknir árið 2013. Í júní 2015 lét ríkissaksóknari málið niður falla að undanskildum meintum skattalagabrotum eigandans. Vegna þeirra var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 242 milljóna króna sektar í maí síðastliðnum. Haustið 2016 hafði eigandinn þó lagt fram kærur á hendur lögreglunni til héraðssaksóknara, annars vegar vegna framgöngu lögreglumanna í rassíunni og hins vegar vegna hinna horfnu muna. Ólafur Þór segir báðar kærurnar hafa verið rannsakaðar. Niðurstaðan varðandi kæruna um framgöngu lögreglumannanna, sem meðal annars voru sakaðir um að hafa verið ölvaðir eftir að hafa kneyfað áfengi á staðnum fyrir handtökur, var að ekki hafi verið talið tilefni til að saksækja að sögn Ólafs. Hin kæran varðaði þá staðreynd að í málinu var haldlagt nokkuð af verðmætum í húsleitum tengdum rannsókninni. Þar á meðal var Rolex-úr, skartgripir, þar á meðal erfðagripir, og reiðufé. Allt þetta mun hafa verið fært í munaskrá lögreglu en fullyrt hefur verið að verðmæti munanna hafi numið milljónum króna. Aðeins starfsmenn lögregluembættisins eiga að hafa aðgang að þessum hirslum. Upp komst að verðmætin væru horfin úr hirslum lögreglu þegar embætti héraðssaksóknara kallaði eftir þeim til að láta verðmeta þau. Hvarf munanna sætti í kjölfarið bæði rannsókn innanhúss hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Hvorug skilaði niðurstöðu. „Það hafðist ekki uppi á þeim sem mögulega bar ábyrgð á því að þessir hlutir hurfu. Þeirri rannsókn var því hætt,“ segir Ólafur Þór. Aðspurður hvort það sé ásættanleg niðurstaða segir hann þetta vissulega bagalegt. „Það var farið af stað til að upplýsa með hvaða hætti þessir munir hverfa. Það er alls ekki nógu gott að það fáist ekki botn í það og bendir til þess að menn þurfi að lagfæra það sem þarna hefur borið út af, hvort sem það er út af saknæmri háttsemi eða ekki. Í þeim tilvikum þegar við erum með muni haldlagða þá er málum háttað þannig að það komi alls ekki til greina að svona staða komi upp,“ segir héraðssaksóknari.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Ríkissaksóknari áfrýjar Strawberries málinu til Hæstaréttar Í maí síðastliðnum var Viðar Már dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot og honum gert að greiða 242 milljóna króna sekt í ríkissjóð. 2. ágúst 2017 06:00 Millifært beint á félagið Reisn Aðalmeðferð í skattsvikamáli fyrrverandi eiganda Strawberries fór fram í gær. Maðurinn krefst frávísunar eða sýknu vegna þess hve málið hefur dregist. 3. maí 2017 07:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00
Ríkissaksóknari áfrýjar Strawberries málinu til Hæstaréttar Í maí síðastliðnum var Viðar Már dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot og honum gert að greiða 242 milljóna króna sekt í ríkissjóð. 2. ágúst 2017 06:00
Millifært beint á félagið Reisn Aðalmeðferð í skattsvikamáli fyrrverandi eiganda Strawberries fór fram í gær. Maðurinn krefst frávísunar eða sýknu vegna þess hve málið hefur dregist. 3. maí 2017 07:00
Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent