Lífið

Barack Obama birtir topplista sína

Sylvía Hall skrifar
Obama kveður árið á skemmtilegan hátt.
Obama kveður árið á skemmtilegan hátt. Getty/Bloomberg

Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti í gær lista yfir þær bækur, kvikmyndir og þau lög sem stóðu upp úr hjá honum á árinu. Á meðal þeirra sem komast á lista forsetans eru þau Michelle Obama, eiginkona hans, Beyoncé og Jay-Z, Cardi B og rapparinn J. Cole.

„Nú þegar 2018 fer að enda ætla ég að halda áfram minni uppáhalds hefð og deila með ykkur árslistum mínum. Það gefur mér tækifæri til þess að staldra við og horfa til baka á árið í gegnum bækur, kvikmyndir og tónlist sem mér þótti ögrandi, veittu mér innblástur eða ég einfaldlega elskaði,“ skrifaði forsetinn á Instagram-síðu sinni.

Tónlist

Það eru mörg stór nöfn sem rötuðu á spilunarlista fyrrum forsetans í ár og má þar helst nefna Beyoncé og Jay-Z, söngstirnið Khalid, rappdívuna Cardi B og söngkonuna H.E.R.
Instagram

Kvikmyndir

Á kvikmyndalista Obama má finna stórmyndina Black Panther sem skartaði fyrstu þeldökku ofurhetju myndasagnanna í aðalhlutverki sem og myndina gamanmyndina Support the Girls. Þá er myndin The Death of Stalin einnig á lista Obama ásamt myndinni BlacKkKlansman.
Instagram

Bækur

Eiginkona Obama, Michelle Obama, trónir á toppi bókalista hans í ár. Hann segir bókina „augljóst uppáhald“ á listanum. Á listanum eru aðrar bækur á borð við How Democracies Die, Why Liberalism Failed og Washington Black.

Instagram


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.