„Margir sem vilja meina að maður vilji bara sofa hjá öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2018 10:30 Lísa býr í Breiðholtinu með Má og tveimur köttum. Þau Inga Lísa Hansen og Már Jóhann Löve lifa ósköp hefðbundnu lífi. Þau eru trúlofuð, eiga íbúð í efra Breiðholti, vinna hefðbundin störf og eiga tvo glæsilega ketti. Það er þó eitt sem er ekki ýkja hefðbundið og það er að þau eru fjölkær eða polly. „Fjölkær felur í sér að geta verið ástfangin af meira en einni manneskju í einu. Semsagt ég get verið í sambandi með mögulega þremur manneskjum í einu,“ segir Lísa en það hefur einmitt áður gerst hjá henni. „Ég átti þá tvo kærasta á sama tíma,“ segir Lísa en Akureyringurinn ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær. „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann sem sagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa.Már er sáttur við lífið og tilveruna. Hann var ekki alltaf aðalmaki.Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“ Lísa segir það ekki eins flókið og ætla mætti að vera í sambandi með mörgum í einu. „Þetta byrjaði bara með því að ég var að fara heim til þeirra að hanga með þeim. Við spiluðum oft saman tölvuleiki og vorum að lana og vorum að horfa á bíómyndir saman og allt voða gaman. Svo fór ég út í það að vera í sambandi með þeim sem var í raun og veru kannski smá það sama nema það var meiri ást í því, meira kúr og meira verið að tala um hversu ástfangin við værum af hvort öðru. Við fórum á stefnumót saman sem fer einnig inn í svefnherbergið, að sjálfsögðu. Þetta er ekki bara fyrir kynlífið og það eru rosalega margir sem vilja meina að maður vilji bara sofa hjá öllum en það var alls ekki málið, ég var ástfangin af þeim báðum. Í dag erum við ennþá góðir vinir og ég fer og hitti þá þegar ég fer norður.“ Lísa var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin.Lísa og Már eru í dag yfir sig ástfangin.„Eins og þegar ég var með öllum þremur mökunum mínum, báðum kærustunum mínum og kærustunni minni þá reyndi ég að skipta þessu svolítið á milli. Ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga og síðan einn dag fyrir mig.“ Í dag er hún trúlofuð Má Jóhanni og var hann sáttur við það að Lísa væri fjölkær. „Á þeim tíma sem við byrjum að hittast þá átti ég líka aðra konu og á barn með henni. Það var í rauninni eitthvað sem hentaði vel,“ segir Már sem er einnig fjölkær en hann hefur ekki alltaf verið það sem kallað er aðalmaki. „Það hentaði bara vel og ég gat nýtt minn frítíma,“ segir Már en í dag eru þau bara tvö en loka ekki fyrir það að það gæti breyst fljótlega. Rætt var við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi á Stöð 2 í gær og má sjá innslagið í heild sinni hér að ofan. Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira
Þau Inga Lísa Hansen og Már Jóhann Löve lifa ósköp hefðbundnu lífi. Þau eru trúlofuð, eiga íbúð í efra Breiðholti, vinna hefðbundin störf og eiga tvo glæsilega ketti. Það er þó eitt sem er ekki ýkja hefðbundið og það er að þau eru fjölkær eða polly. „Fjölkær felur í sér að geta verið ástfangin af meira en einni manneskju í einu. Semsagt ég get verið í sambandi með mögulega þremur manneskjum í einu,“ segir Lísa en það hefur einmitt áður gerst hjá henni. „Ég átti þá tvo kærasta á sama tíma,“ segir Lísa en Akureyringurinn ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær. „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann sem sagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa.Már er sáttur við lífið og tilveruna. Hann var ekki alltaf aðalmaki.Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“ Lísa segir það ekki eins flókið og ætla mætti að vera í sambandi með mörgum í einu. „Þetta byrjaði bara með því að ég var að fara heim til þeirra að hanga með þeim. Við spiluðum oft saman tölvuleiki og vorum að lana og vorum að horfa á bíómyndir saman og allt voða gaman. Svo fór ég út í það að vera í sambandi með þeim sem var í raun og veru kannski smá það sama nema það var meiri ást í því, meira kúr og meira verið að tala um hversu ástfangin við værum af hvort öðru. Við fórum á stefnumót saman sem fer einnig inn í svefnherbergið, að sjálfsögðu. Þetta er ekki bara fyrir kynlífið og það eru rosalega margir sem vilja meina að maður vilji bara sofa hjá öllum en það var alls ekki málið, ég var ástfangin af þeim báðum. Í dag erum við ennþá góðir vinir og ég fer og hitti þá þegar ég fer norður.“ Lísa var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin.Lísa og Már eru í dag yfir sig ástfangin.„Eins og þegar ég var með öllum þremur mökunum mínum, báðum kærustunum mínum og kærustunni minni þá reyndi ég að skipta þessu svolítið á milli. Ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga og síðan einn dag fyrir mig.“ Í dag er hún trúlofuð Má Jóhanni og var hann sáttur við það að Lísa væri fjölkær. „Á þeim tíma sem við byrjum að hittast þá átti ég líka aðra konu og á barn með henni. Það var í rauninni eitthvað sem hentaði vel,“ segir Már sem er einnig fjölkær en hann hefur ekki alltaf verið það sem kallað er aðalmaki. „Það hentaði bara vel og ég gat nýtt minn frítíma,“ segir Már en í dag eru þau bara tvö en loka ekki fyrir það að það gæti breyst fljótlega. Rætt var við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi á Stöð 2 í gær og má sjá innslagið í heild sinni hér að ofan.
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira