„Ég týndi móður minni í þessu sjálfsvígi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2018 10:30 Dagný hefur gefið út bók um sögu móður sinnar. vísir/egill Umræðan um geðheilbrigðismál hefur aukist mikið á undanförnum árum og ekki að ástæðulausu. Staðreyndin er sú að sjálfsvígum fer fjölgandi á Íslandi og eru úrræðin fyrir fólk of fá. Dagný Maggýjar þekkir þessi mál vel en móðir hennar svipti sig lífi eftir erfið veikindi og hefur hún gefið út bók þar sem sagan er sögð frá a-ö. „Ég átti bara yndislega mömmu og ólst upp í flottum systkinahópi suður í Keflavík og allt var í góðu standi að ég hélt en svo uppgötvaði ég það þegar móðir mín veikist að það var kannski ekki allt í lagi,“ segir Dagný. Dagný var lengst af grunlaus um að móðir hennar hafi átt erfiða æsku, æsku sem hún talaði aldrei um. En eitthvað gerðist þegar móðir hennar fer í mjög einfalda lýtaaðgerð þegar hún var að nálgast sextugt. „Hún svona vildi bara líta vel út og það gerist eitthvað í þessari aðgerð. Þetta var svuntuaðgerð en strax daginn eftir þegar ég kem til hennar er hún byrjuð að breytast. Hún segir við mig að ef hún hefði vitað að þetta væri svona hefði hún aldrei farið í þessa aðgerð.“ Dagný segir að í kjölfarið hafi fjölskyldan hægt og rólega misst móður sína. Strax eftir aðgerðina fór móðir Dagnýjar að tala um æskuna og kom þá í ljós að faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi alla æskuna.Móðir hennar ásamt eiginmanni sínum.„Þetta var mest kannski andlegt ofbeldi en eftir að hún varð unglingur var það líka líkamlegt. Það hjálpaði kannski ekki að hún var rosalega viðkvæm og hefur líklega tekið þetta enn meira nærri sér en önnur systkini.“ Hún segir að móðir hennar hafi strax orðið mjög veik eftir aðgerðina.Alltaf mjög hrædd um sjálfa sig „Hún segir í fyrsta kastinu að hún sé svo hrædd um að gera sér eitthvað. Hún var alltaf mjög hrædd um sjálfan sig og þetta var rosalega sterk hvöt hjá henni. Það líða fjórtán mánuðir frá því að hún fer í þessa aðgerð þar til við erum búin að missa hana,“ segir Dagný en móðir hennar hafði áður reynt að svipta sig lífi og tókst það í þriðju tilraun. „Ég týndi móður minni í þessu sjálfsvígi, hún bara hvarf og ég átti rosalega erfitt með að ræða þetta og hélt þessu svolítið nálægt mér. Það er ekki gott og það er kannski hluti af þessari skömm. Sjálfsvíg eru ekki skömm og það eru geðsjúkdómar ekki heldur.“ Hún segir að það hafi verið mikil áskorun fyrir hana að koma málefninu út og ræða það. „Það er gríðarlega mikilvægt að börn og unglingar sem ganga í gegnum erfiðleika fái þann stuðning sem þeir þurfa. Það verður að vera hægt að tala um málin og leysa þau svo fólk þurfi ekki að burðast með erfiðleikana fram á fullorðinsár. Þá getur jafnvel verið of seint að bregðast við.“ Þetta segir Dagný Maggýjar en móðir hennar faldi vandamál sín alla tíð, skammaðist sín og enginn hafði hugmynd um að eitthvað væri að fyrr en það var orðið of seint. Dagný hefur nú skrifað bók um sögu móður sinnar og sagði frá henni í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira
Umræðan um geðheilbrigðismál hefur aukist mikið á undanförnum árum og ekki að ástæðulausu. Staðreyndin er sú að sjálfsvígum fer fjölgandi á Íslandi og eru úrræðin fyrir fólk of fá. Dagný Maggýjar þekkir þessi mál vel en móðir hennar svipti sig lífi eftir erfið veikindi og hefur hún gefið út bók þar sem sagan er sögð frá a-ö. „Ég átti bara yndislega mömmu og ólst upp í flottum systkinahópi suður í Keflavík og allt var í góðu standi að ég hélt en svo uppgötvaði ég það þegar móðir mín veikist að það var kannski ekki allt í lagi,“ segir Dagný. Dagný var lengst af grunlaus um að móðir hennar hafi átt erfiða æsku, æsku sem hún talaði aldrei um. En eitthvað gerðist þegar móðir hennar fer í mjög einfalda lýtaaðgerð þegar hún var að nálgast sextugt. „Hún svona vildi bara líta vel út og það gerist eitthvað í þessari aðgerð. Þetta var svuntuaðgerð en strax daginn eftir þegar ég kem til hennar er hún byrjuð að breytast. Hún segir við mig að ef hún hefði vitað að þetta væri svona hefði hún aldrei farið í þessa aðgerð.“ Dagný segir að í kjölfarið hafi fjölskyldan hægt og rólega misst móður sína. Strax eftir aðgerðina fór móðir Dagnýjar að tala um æskuna og kom þá í ljós að faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi alla æskuna.Móðir hennar ásamt eiginmanni sínum.„Þetta var mest kannski andlegt ofbeldi en eftir að hún varð unglingur var það líka líkamlegt. Það hjálpaði kannski ekki að hún var rosalega viðkvæm og hefur líklega tekið þetta enn meira nærri sér en önnur systkini.“ Hún segir að móðir hennar hafi strax orðið mjög veik eftir aðgerðina.Alltaf mjög hrædd um sjálfa sig „Hún segir í fyrsta kastinu að hún sé svo hrædd um að gera sér eitthvað. Hún var alltaf mjög hrædd um sjálfan sig og þetta var rosalega sterk hvöt hjá henni. Það líða fjórtán mánuðir frá því að hún fer í þessa aðgerð þar til við erum búin að missa hana,“ segir Dagný en móðir hennar hafði áður reynt að svipta sig lífi og tókst það í þriðju tilraun. „Ég týndi móður minni í þessu sjálfsvígi, hún bara hvarf og ég átti rosalega erfitt með að ræða þetta og hélt þessu svolítið nálægt mér. Það er ekki gott og það er kannski hluti af þessari skömm. Sjálfsvíg eru ekki skömm og það eru geðsjúkdómar ekki heldur.“ Hún segir að það hafi verið mikil áskorun fyrir hana að koma málefninu út og ræða það. „Það er gríðarlega mikilvægt að börn og unglingar sem ganga í gegnum erfiðleika fái þann stuðning sem þeir þurfa. Það verður að vera hægt að tala um málin og leysa þau svo fólk þurfi ekki að burðast með erfiðleikana fram á fullorðinsár. Þá getur jafnvel verið of seint að bregðast við.“ Þetta segir Dagný Maggýjar en móðir hennar faldi vandamál sín alla tíð, skammaðist sín og enginn hafði hugmynd um að eitthvað væri að fyrr en það var orðið of seint. Dagný hefur nú skrifað bók um sögu móður sinnar og sagði frá henni í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira