Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2018 10:46 Guðni Th. Jóhannesson forseti tekur við bókinni úr hendi Margrétar Þórhildar Danadrottningar í Hörpu. Danska konungshöllin/Henning Bagger Margrét Þórhildur Danadrottning færði á laugardaginn forseta Íslands útgáfu af áður óséðum skrifum, dagbókarfærslum og minnispunktum Kristjáns tíunda Danakonungs frá árunum 1912 og 1932 þar sem hann fjallar um málefni Íslands. Danadrotting afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta útgáfuna í Hörpu á laugardagskvöldið þar sem haldið var upp á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands. Hún sagði upprunaleg skjöl hafi í heildina talið 444 og hafi þau ekki áður komið fyrir almennings sjónir. „Herra forseti! Það er mér mikil ánægja að geta afhent yður útgáfu af þessu verki, sem varpar að mörgu leyti nýju ljósi af örlagatímabili í okkar löngu sameiginlegu sögu,“ sagði drottningin. Að neðan má sjá ræðu drottningar og svipmyndir frá heimsókn hennar til Íslands. Drottning kom til Íslands að morgni fullveldisdagsins og skoðaði fyrir hádegi sýningu í Hörpu á tillögum að fána Íslands sem fram komu fyrir rétt rúmum hundrað árum. Hún var sömuleiðis viðstödd hátíðarhöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Þá heimsótti hún sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Um kvöldið sótti hún svo hátíðarkvöldverð í boði forsetahjóna á Bessastöðum og og flutti svo ávarp í Hörpu um kvöldið þar sem sérstök dagskrá fór fram. Að neðan má sjá ljósmyndir af fyrri heimsóknum þjóðarhöfðingja Danmerkur til Íslands, sem danska konungshöllin birti á Facebook-sínu sinni á laugardag. Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Íslandsvinir Danmörk Tengdar fréttir Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00 Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning færði á laugardaginn forseta Íslands útgáfu af áður óséðum skrifum, dagbókarfærslum og minnispunktum Kristjáns tíunda Danakonungs frá árunum 1912 og 1932 þar sem hann fjallar um málefni Íslands. Danadrotting afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta útgáfuna í Hörpu á laugardagskvöldið þar sem haldið var upp á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands. Hún sagði upprunaleg skjöl hafi í heildina talið 444 og hafi þau ekki áður komið fyrir almennings sjónir. „Herra forseti! Það er mér mikil ánægja að geta afhent yður útgáfu af þessu verki, sem varpar að mörgu leyti nýju ljósi af örlagatímabili í okkar löngu sameiginlegu sögu,“ sagði drottningin. Að neðan má sjá ræðu drottningar og svipmyndir frá heimsókn hennar til Íslands. Drottning kom til Íslands að morgni fullveldisdagsins og skoðaði fyrir hádegi sýningu í Hörpu á tillögum að fána Íslands sem fram komu fyrir rétt rúmum hundrað árum. Hún var sömuleiðis viðstödd hátíðarhöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Þá heimsótti hún sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Um kvöldið sótti hún svo hátíðarkvöldverð í boði forsetahjóna á Bessastöðum og og flutti svo ávarp í Hörpu um kvöldið þar sem sérstök dagskrá fór fram. Að neðan má sjá ljósmyndir af fyrri heimsóknum þjóðarhöfðingja Danmerkur til Íslands, sem danska konungshöllin birti á Facebook-sínu sinni á laugardag.
Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Íslandsvinir Danmörk Tengdar fréttir Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00 Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00
Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13