Lífið

Hjörvar kúgaðist þegar hlustendur sögðu frá því skrýtnasta sem makar þeirra gera

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur magnaðar sögur.
Heldur magnaðar sögur.

Þeir Hjörvar Hafliðason, Kjartan Atli Kjartansson og Ríkharð Óskar Guðnason í Brennslunni á FM957 fóru yfir það í þættinum í gær hvað væri það skrýtnasta sem makar hlustenda gera.

Þeir félagar opnuðu símann og fengu hlustendur til að hringja inn með sögur.

Fyrsti hlustandinn sagði að konan hans borði epli í heilu lagi og skilji ekkert eftir.

Rikki G sagði frá því að hann sefur alltaf í sokkum.

Ein kona hringdi inn og sagði frá því að kærastinn hennar sofni alltaf við lyklaborðshljóð.

Einn kærastinn borðar banana með hnetusmjöri.

Svo var komið að því skrýtnasta. Einn kærastinn borðar homeblest kex með rækjusalati. Hjörvari þótti sagan það sérstök að hann kúgaðist og kúgaðist.

Hér að neðan má hlusta á þá hlustendur sem hringdu inn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.