Sport

Sjáðu Gunnar og Oliveira á vigtinni

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Okkar maður flottur á vigtinni.
Okkar maður flottur á vigtinni.

Gunnar Nelson og Alex Oliveira náðu báðir löglegri þyngd er þeir stigu á vigtina í morgun í Kanada.

Oliveira var 171 pund en Gunnar 170,25. Bardaginn er því staðfestur og því ekkert annað að gera en að telja niður klukkutímana í veisluna.

Oliveira var með smá sýningu á vigtinni og augljóslega ánægður að hafa náð niðurskurðinum. Gunnar var ekkert að flækja hlutina og var fljótur inn og út.

Klukkan 23.00 stíga svo allir aftur á vigtina í keppnishöllinni. Sá viðburður er fyrir áhorfendur og vonandi verður mikið stuð þá.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.


Klippa: Gunnar og Oliveira á vigtinni


Tengdar fréttir

Gunnar búinn að ná vigt | Bardaginn staðfestur

Alex Oliveira var búinn að ná réttri þyngd eftir 35 mínútur í morgun en Gunnar Nelson kom ekki á vigtina fyrr en eftir 75 mínútur. Hann var ekki í neinum vandræðum með að ná réttri þyngd.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.