Sport

Oliveira rétt náði vigt | Beðið eftir Gunna

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Oliveira kátur á vigtinni áðan.
Oliveira kátur á vigtinni áðan. vísir/hbg

Það er vigtunardagur fyrir UFC 231 en bardagakapparnir byrjuðu að stíga á vigtina klukkan níu í morgun að staðartíma.

Þeir hafa tvo tíma til þess að ná réttri þyngd. Þegar fyrstu menn voru að byrja að stíga á vigtina var Gunnar Nelson að stíga fram úr rúminu. Ekkert stress á okkar manni.

Ég mætti þjálfara Alex Oliveira í kaffiröðinni í morgun og hann brosti bara. Greinilega ánægður með stöðuna á sínum manni.

Oliveira steig á vigtina eftir 35 mínútur og var 171 pund. Það er innan skekkjumarka hjá honum því það má fara eitt pund yfir. Hann er því klár í slaginn og það upp á gramm.

Brian Ortega, Valentina Shevchenko, Joanna og Max Holloway voru öll búin að ná vigt á fyrstu 22 mínútunum. Tititlbardagarnir eru því staðfestir.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.