Sport

Gunnar mjög spenntur fyrir því að fara niður í nýjan þyngdarflokk

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Okkar maður á blaðamannafundinum í gær.
Okkar maður á blaðamannafundinum í gær.

Erlendir blaðamenn voru hæstánægðir með frammistöðu Gunnars Nelson á blaðamannafundi hans hjá UFC í gær enda var okkar maður bráðskemmtilegur og skarpur í senn.

Spurningarnar til Gunnars fóru þó fljótlega yfir í Conor McGregor eins og við mátti búast. Gunnar svaraði þeim faglega og fór svo aftur að svara spurningum sem tengjast honum.

Gunnar kom meðal annars inn á umræðuna um 165 punda þyngdarflokk en veltivigt Gunnars er 170 punda vigt.

„Ég er mjög spenntur fyrir því og mundi fara niður í þann flokk. Þar myndi ég hitta áhugavert fólk líka,“ sagði Gunnar og skaut svo létt á stóru veltivigtarmennina sem skera allt of mikið niður.

„Þá myndum við skilja mennina sem eru ekki í veltivigt en vilja vera þar eftir. Mennina sem eru alltaf að klúðra því að ná vigt. Sumir þeirra eru mjög stórir. Við eigum að berjast við menn sem eru í sömu stærð. Þess vegna eru þyngdarflokkar. Það væri gaman að lifa í heimi þar sem menn labba inn í bardaga í réttri þyngd. Frekar en að tveir 90 kílóa menn fari niður i 77 kíló til þess eins að vera 90 kíló daginn eftir en aðeins þreyttir.“

Sjá má fundinn hans Gunnars í heild sinni hér að neðan.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.


Klippa: Blaðamannafundur Gunnars Nelson


Tengdar fréttir

Gunnar: Þessi bardagi skiptir öllu máli

Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson er hann berst gegn Alex Oliveira á laugardag. Tap kastar honum langt aftur í goggunarröðinni en sigur kemur honum aftur í umræðuna í bardaga gegn þeim bestu.

Oliveira: Ætla að rota Gunnar í fyrstu lotu

Það vantaði nákvæmlega ekkert upp á sjálfstraustið hjá Alex Oliveira er við hittum hann í gær og engu líkara en hann búist við auðveldum bardaga. Hann var mjög slakur á því og dansaði um tíma í viðtalinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.