Innlent

Vegir víða lokaðir vegna veðurs

Samúel Karl Ólason skrifar
Vegir á sunnanverðu Snæfellsnesi eru lokaðir.
Vegir á sunnanverðu Snæfellsnesi eru lokaðir. Fréttablaðið/GVA

Búið er að loka vegum víða um land vegna veðurs. Lokað er á Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu og þá er óvissustig á Ólafsfjarðarmúla og Súðavíkurhlíð. Ólafsfjarðarmúla hefur þó verið lokað.

Þar að auki er búið að loka á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þverárfjalli, Siglufjarðarvegi, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarði, Mývatns- og Mörudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni sem send var klukkan 7:06.

Unnið er að mokstri á norðanverðu landinu en greiðfært er um sunnanvert landið. Framkvæmdir standa yfir á Grindavíkurvegi, milli afleggjara að Seltjörn og Bláa lónsins. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekinn niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum en áætluð verklok eru í árslok 2018.

Færð
Suðvesturland: Hálkublettir eru í Þrengslum en óveður og hálkublettir á Kjalarnesi.

Vesturland: Lokað er í Staðarsveit og ófært er á Fróðárheiði, hálkublettir, snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum en þó er greiðfært er í uppsveitum Borgarfjarðar. Stórhríð er í Miðdölum og í Svínadal.

Vestfirðir: Þungfært er á flestum fjallvegum, stórhríð og éljagangur. Ófært er á Klettshálsi og Þröskuldum. Hálka, snjóþekja og éljagangur er á Mikladal, Hálfdán og Gemlufallsheiði.

Norðurland: Lokað er á Þverárfjalli, Öxnadalsheiði, Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi frá Ketilás í Siglufjörð. Lokað er á Víkurskarði. Hálka og hálkublettir á öðrum leiðum og éljagangur víða. Þæfingur er í Út-Blönduhlíð í Hofsós.

Norðausturland: Lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Hólasand og á Hófaskarði. Þungfært er á Hólaheiði. Ófært er í Mývatnssveit Fljótsheiði og Ljósavatnsskarði. Þæfingur frá Hálsum í Bakkafjörð. Snjóþekja á Sandvíkurheiði og við Vopnafjörð.

Austurland: Snjóþekja og snjókoma er á Fjarðarheiði, krapi á Fagradal, snjóþekja er víða á Héraði en greiðfært með ströndinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.