Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 12:29 Bjarni Benediktsson í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn skuldi engum neitt vegna skipunar Geirs H. Haarde í embætti sendiherra. Hann segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. „Hvað getur maður sagt. Þeir sem í hlut eiga hafa beðist afsökunar og ég held það sjái allir þetta með svipuðum augum og þetta er bara leiðindaatvik,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu aðspurður um hvernig máli horfi við honum. Um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar um þess efnis að Gunnar Bragi eigi inni einhverskonar greiða hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þess að hann hafi skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í sinni utanríkisráðherratíð segir Bjarni að ekkert sé til í þeim. „Nei, það er ekki rétt upplegg. En það er hins vegar þannig að ég hefði alltaf, hvar sem er við hvern sem er og ávallt mælt með því að Geir Haarde yrði sendiherra. Það gerði ég líka við Gunnar Braga á sínum tíma og enginn óeðlilegur þrýstingur í því. Geir hefur staðið sig frábærlega og er enn sendiherra, mjög vel að því kominn og ekkert óeðlilegt í því samhengi,“ segir Bjarni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde en Gunnar skipaði þá Geir og Árna sendiherra þegar hann var utanríkisráðherra.„Hvernig Gunnar Bragi hefur svo túlkað þá atburðarrás það er bara eitthvað sem hann verður að svara fyrir. En það er eitt víst að Sjálfstæðisflokkurinn skuldar engum neitt út af þeirri skipan sem þar átti sér stað.“Allir verði að vinna að því að byggja upp traust Aðspurður um það orðbragð sem hafi verið viðhaft um konur, samkynhneigða og minnihlutahópa segir hann það algjörlega óboðlegt. „Maður er bara sleginn eins og aðrir yfir því að svona sé talað um fólk sem er verið að umgangast alla daga. Auðvitað er það þannig í þinginu eins og víða annars staðar í samfélaginu að það verða allir að leggja á sig til að byggja upp eitthvað traust til að hægt sé að tala saman.“ Hann segir að enginn einn flokkur sé með meirihluta á Alþingi og að þingmenn verði að ná saman um hluti og hafi skyldu til að vinna málefnalega að lausn ýmissa flókinna viðfangsefna fyrir samfélagið í heild. „Þetta er svo sannarlega ekki til þess fallið að auka líkur á því til að menn geti byggt upp slíkan starfsanda sem er mikilvægur á þinginu. Jafnvel þótt menn hafi ólíkar skoðanir á hlutum þá verða að gilda ákveðnar lágmarks umgengnisreglur og ákveðin virðing gagnvart hvert öðru til að hlutirnir gangi upp.“Vill ekkert segja um stöðu sexmenninganna Hann segist hafa átt í samskiptum við Gunnar Braga í skeytasendingum í síma í fyrrakvöld og telur að sú afsökunarbeiðni sé nægjanleg varðandi hann. „Hann hefur bara sagt að hann hafi farið rangt með og ég ætla ekkert að láta draga mig út í umræðu sem hann var að segja þar og snertir okkar samskipti. En hann hefur lýst því yfir að þar sé rangt með farið og svo framvegis. En hann þarf auðvitað fyrst og fremst að tala við aðra en mig varðandi það sem þarna gerist.“ Hann vill jafnframt ekkert segja um hvort þingmennirnir sem sátu að sumbli 20. nóvember ættu að segja af sér og segir það ekki fara vel á því að þingmenn lýsi skoðunum sínum á því hvað aðrir þingmenn eigi að gera varðandi stöðu sína. Nú er þarna talað með mjög grófum hætti um menntamálaráðherra, samstarfsráðherra þinn í ríkisstjórn. Finnst þér ekki að henni vegið með því orðalagi sem þar er notað? „Jú mér finnst það. Eins og ég segi, þetta meira og minna er á sömu bókina lært. Þetta er bara algjörlega óboðleg orðræða sem þarna á sér stað.“Viðtal Heimis Más Péturssonar við Bjarna Benediktsson má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Klippa: Bjarni Benediktsson um Klaustursupptökurnar Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn skuldi engum neitt vegna skipunar Geirs H. Haarde í embætti sendiherra. Hann segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. „Hvað getur maður sagt. Þeir sem í hlut eiga hafa beðist afsökunar og ég held það sjái allir þetta með svipuðum augum og þetta er bara leiðindaatvik,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu aðspurður um hvernig máli horfi við honum. Um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar um þess efnis að Gunnar Bragi eigi inni einhverskonar greiða hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þess að hann hafi skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í sinni utanríkisráðherratíð segir Bjarni að ekkert sé til í þeim. „Nei, það er ekki rétt upplegg. En það er hins vegar þannig að ég hefði alltaf, hvar sem er við hvern sem er og ávallt mælt með því að Geir Haarde yrði sendiherra. Það gerði ég líka við Gunnar Braga á sínum tíma og enginn óeðlilegur þrýstingur í því. Geir hefur staðið sig frábærlega og er enn sendiherra, mjög vel að því kominn og ekkert óeðlilegt í því samhengi,“ segir Bjarni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde en Gunnar skipaði þá Geir og Árna sendiherra þegar hann var utanríkisráðherra.„Hvernig Gunnar Bragi hefur svo túlkað þá atburðarrás það er bara eitthvað sem hann verður að svara fyrir. En það er eitt víst að Sjálfstæðisflokkurinn skuldar engum neitt út af þeirri skipan sem þar átti sér stað.“Allir verði að vinna að því að byggja upp traust Aðspurður um það orðbragð sem hafi verið viðhaft um konur, samkynhneigða og minnihlutahópa segir hann það algjörlega óboðlegt. „Maður er bara sleginn eins og aðrir yfir því að svona sé talað um fólk sem er verið að umgangast alla daga. Auðvitað er það þannig í þinginu eins og víða annars staðar í samfélaginu að það verða allir að leggja á sig til að byggja upp eitthvað traust til að hægt sé að tala saman.“ Hann segir að enginn einn flokkur sé með meirihluta á Alþingi og að þingmenn verði að ná saman um hluti og hafi skyldu til að vinna málefnalega að lausn ýmissa flókinna viðfangsefna fyrir samfélagið í heild. „Þetta er svo sannarlega ekki til þess fallið að auka líkur á því til að menn geti byggt upp slíkan starfsanda sem er mikilvægur á þinginu. Jafnvel þótt menn hafi ólíkar skoðanir á hlutum þá verða að gilda ákveðnar lágmarks umgengnisreglur og ákveðin virðing gagnvart hvert öðru til að hlutirnir gangi upp.“Vill ekkert segja um stöðu sexmenninganna Hann segist hafa átt í samskiptum við Gunnar Braga í skeytasendingum í síma í fyrrakvöld og telur að sú afsökunarbeiðni sé nægjanleg varðandi hann. „Hann hefur bara sagt að hann hafi farið rangt með og ég ætla ekkert að láta draga mig út í umræðu sem hann var að segja þar og snertir okkar samskipti. En hann hefur lýst því yfir að þar sé rangt með farið og svo framvegis. En hann þarf auðvitað fyrst og fremst að tala við aðra en mig varðandi það sem þarna gerist.“ Hann vill jafnframt ekkert segja um hvort þingmennirnir sem sátu að sumbli 20. nóvember ættu að segja af sér og segir það ekki fara vel á því að þingmenn lýsi skoðunum sínum á því hvað aðrir þingmenn eigi að gera varðandi stöðu sína. Nú er þarna talað með mjög grófum hætti um menntamálaráðherra, samstarfsráðherra þinn í ríkisstjórn. Finnst þér ekki að henni vegið með því orðalagi sem þar er notað? „Jú mér finnst það. Eins og ég segi, þetta meira og minna er á sömu bókina lært. Þetta er bara algjörlega óboðleg orðræða sem þarna á sér stað.“Viðtal Heimis Más Péturssonar við Bjarna Benediktsson má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Klippa: Bjarni Benediktsson um Klaustursupptökurnar
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22
Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40