Lífið

Ungur háskólanemi gefur út hátíðarsmáskífu

Sylvía Hall skrifar
Smáskífan ætti að koma öllum í góðan gír fyrir hátíðarnar.
Smáskífan ætti að koma öllum í góðan gír fyrir hátíðarnar. Aðsend

Bergur Leó Björnsson, tvítugur háskólanemi, gaf út á dögunum sína fyrstu smáskífu sem inniheldur bæði jóla- og áramótalag. Bæði lögin hafa hlotið góðar undirtektir og náðu þau inn á topplista á Spotify fljótlega eftir að þau fóru á Spotify

Þrátt fyrir að þetta séu fyrstu lögin sem Bergur gefur út undir eigin nafni vakti hann töluverða athygli í sumar þegar hann söng ásamt Aroni Can sumarsmellinn „Chuggedda“ en það lag hefur verið spilað yfir sexhundruð þúsund sinnum á Spotify og haldið sæti á vinsældalista síðan það kom út. 

Í samtali við Vísi segir Bergur hugmyndina að hátíðarplötunni hafa kveiknað í október þegar fór að kólna í veðri og „jólafiðringur“ fór að láta á sér kræla. Aðspurður segist hann vel geta hugsað sér að gefa út tónlist í framtíðinni og því má segja að þetta sé aðeins byrjunin. 

Lögin má hlusta á hér að neðan. 
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.