Einars saga Bárðarsonar Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2018 10:30 Einar Bárðarson hefur starfað með helstu poppurum þjóðarinnar. Nú eru tuttugu ár síðan Einar Bárðarson hóf feril sinn sem lagasmiður, umboðsmaður og fleira sem tengist tónlist. Af því tilefni settist Kjartan Atli Kjartansson niður með Einar í þættinum Íslands í dag á Stöð 2 í gær og fóru þeir yfir það helst á þessum tuttugu árum. „Ég var alltaf í einhverjum bílskúrsböndum í fjölbrautarskóla og var alltaf að reyna fara frá því og í eitthvað alvöru,“ segir Einar. „Síðan er það þannig að ég er farinn í eitthvað nám til Bandaríkjanna og er að reyna að verða fullorðinn en bróðir minn er þá byrjaður með hljómsveitina Skítamórall og ég hafði verið að hjálpa þeim, koma þeim að spila með Sálinni hans Jóns míns og SSSól. Þarna eru þeir búnir að gefa út tvær plötur og eru að fara vinna þriðju plötuna þegar bróðir minn [Addi Fannar] segir við mig að þeim vanti alvöru lag,“ segir Einar og þegar hann á við alvöru lög vildi hann útskýra fyrir áhorfendum að til að mynda hét eitt lag á fyrri plötu Skímó Aparass.Farin það fyrsta „Þeir voru samt búnir að ná lagi eins og Sælan og Stúlkan mín og farnir að heyrast í útvarpi og svona. Ég skil eftir drög af lagi og ég syngjandi lagið Farin. Þeir taka það síðan, fara með það í stúdíó og gera þetta lag, mitt fyrsta popplag sem ég sem fyrir aðra.“Einar fer yfir ferilinn.Lagið Farinn sló rækilega í gegn og hefur Einar ávallt verið þekktur fyrir það. Þarna er Einar Bárðarson 25 ára. „Svo er ég bara í Bandaríkjunum og með mjög lélega nettengingu svo ég gat lítið verið að fylgjast með öllu hér á landi. Svo kem ég heim um sumarið og þá er bara lag eftir mig það vinsælasta á Íslandi. Næsta lag eftir mig er lagið Sílikon sem er kannski ekki eitt af mínum bestu lagasmíðum en svo kom út lagið Myndir með Skítamóral sem varð mjög vinsælt. Síðan kemur lagið Birta sem vinnur forkeppnina í Eurovision og fer út til Kaupmannahafnar. Svo vita það ekki margir að lagið Spenntur með Á Móti Sól samdi Einar Bárðarson. Það var hitt lagið sem ég sendi í Eurovision en það var afþakkað.“Píanónið opnaði lagið Einar segir oft hafi lög hans hitt hljómsveitirnar á réttum stað. „Farin er lag sem breytti lífi mínu. Svo eru lög eins og lag sem ég samdi fyrir Björgvin Halldórsson, Ég sé þig. Það er svona lagið sem ég held mest upp á. Ég hef aldrei minnst á það og ætti að gera það en það var góður félagi minn Hilmar Hólmgeirsson sem svona dró mig í land með það lag. Ég hafði samið lagið á gítar en hann dró mig heim til sín og við settumst við píanóið og það svona opnaði lagið.“Það var mikill heiður fyrir Einar að starfa með Björgvini Halldórsson.Hann segir að það hafi verið skrýtið að byrja vinna með Björgvini Halldórssyni 30 ára. „Þetta var eins og að stíga inn í einhverja bíómynd. Ég vissi bara að þetta lag og Björgvin Halldórsson saman, ég þarf ekkert að pæla í því meira. Þetta er bara eins og að senda einhverjum smjör og egg og vita að maður fær til baka Naut og Bernaise.“ Í tilefni tuttugu ára starfsafmælisins heldur Einar tónleika sem nú er uppselt á og Einar ætlar sjálfur á sviðið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem rætt er við Einar.Klippa: Ísland í dag - Einars saga Bárðarsonar Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Nú eru tuttugu ár síðan Einar Bárðarson hóf feril sinn sem lagasmiður, umboðsmaður og fleira sem tengist tónlist. Af því tilefni settist Kjartan Atli Kjartansson niður með Einar í þættinum Íslands í dag á Stöð 2 í gær og fóru þeir yfir það helst á þessum tuttugu árum. „Ég var alltaf í einhverjum bílskúrsböndum í fjölbrautarskóla og var alltaf að reyna fara frá því og í eitthvað alvöru,“ segir Einar. „Síðan er það þannig að ég er farinn í eitthvað nám til Bandaríkjanna og er að reyna að verða fullorðinn en bróðir minn er þá byrjaður með hljómsveitina Skítamórall og ég hafði verið að hjálpa þeim, koma þeim að spila með Sálinni hans Jóns míns og SSSól. Þarna eru þeir búnir að gefa út tvær plötur og eru að fara vinna þriðju plötuna þegar bróðir minn [Addi Fannar] segir við mig að þeim vanti alvöru lag,“ segir Einar og þegar hann á við alvöru lög vildi hann útskýra fyrir áhorfendum að til að mynda hét eitt lag á fyrri plötu Skímó Aparass.Farin það fyrsta „Þeir voru samt búnir að ná lagi eins og Sælan og Stúlkan mín og farnir að heyrast í útvarpi og svona. Ég skil eftir drög af lagi og ég syngjandi lagið Farin. Þeir taka það síðan, fara með það í stúdíó og gera þetta lag, mitt fyrsta popplag sem ég sem fyrir aðra.“Einar fer yfir ferilinn.Lagið Farinn sló rækilega í gegn og hefur Einar ávallt verið þekktur fyrir það. Þarna er Einar Bárðarson 25 ára. „Svo er ég bara í Bandaríkjunum og með mjög lélega nettengingu svo ég gat lítið verið að fylgjast með öllu hér á landi. Svo kem ég heim um sumarið og þá er bara lag eftir mig það vinsælasta á Íslandi. Næsta lag eftir mig er lagið Sílikon sem er kannski ekki eitt af mínum bestu lagasmíðum en svo kom út lagið Myndir með Skítamóral sem varð mjög vinsælt. Síðan kemur lagið Birta sem vinnur forkeppnina í Eurovision og fer út til Kaupmannahafnar. Svo vita það ekki margir að lagið Spenntur með Á Móti Sól samdi Einar Bárðarson. Það var hitt lagið sem ég sendi í Eurovision en það var afþakkað.“Píanónið opnaði lagið Einar segir oft hafi lög hans hitt hljómsveitirnar á réttum stað. „Farin er lag sem breytti lífi mínu. Svo eru lög eins og lag sem ég samdi fyrir Björgvin Halldórsson, Ég sé þig. Það er svona lagið sem ég held mest upp á. Ég hef aldrei minnst á það og ætti að gera það en það var góður félagi minn Hilmar Hólmgeirsson sem svona dró mig í land með það lag. Ég hafði samið lagið á gítar en hann dró mig heim til sín og við settumst við píanóið og það svona opnaði lagið.“Það var mikill heiður fyrir Einar að starfa með Björgvini Halldórsson.Hann segir að það hafi verið skrýtið að byrja vinna með Björgvini Halldórssyni 30 ára. „Þetta var eins og að stíga inn í einhverja bíómynd. Ég vissi bara að þetta lag og Björgvin Halldórsson saman, ég þarf ekkert að pæla í því meira. Þetta er bara eins og að senda einhverjum smjör og egg og vita að maður fær til baka Naut og Bernaise.“ Í tilefni tuttugu ára starfsafmælisins heldur Einar tónleika sem nú er uppselt á og Einar ætlar sjálfur á sviðið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem rætt er við Einar.Klippa: Ísland í dag - Einars saga Bárðarsonar
Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira