Lífið

Spice Girls mun tilkynna fyrsta tónleikaferðalagið í áratug en ekki allar taka þátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Spice Girls saman á sviði árið 2007.
Spice Girls saman á sviði árið 2007. Vísir/Getty
Ein vinsælasta hljómsveit allra tíma Spice Girls mun í dag kynna fyrsta tónleikaferðalag sveitarinnar í meira en áratug.

Emma Bunton staðfesti í morgun að tilkynning væri í vændum seinnipartinn í dag en það sem breskir fjölmiðlar greina frá í morgun að Victoria Beckham mun ekki taka þátt í tónleikaferðalaginu.

Melanie Brown, Emma Bunton, Geri Horner og Melanie Chisholm munu því aðeins vera fjórar á sviðinu á tónleikaferðalaginu.

Hér að neðan má sjá stutt samtal við Emmu Button þar sem hún var spurð út í málið í morgunþætti Heart, en hún er einn af þáttastjórnendunum.

Uppfært klukkan 15:06

Nú hefur tónleikafarðalagið verið staðfest eins og sjá má á Instagram-reikningi Spice Girls. Miðasala á tónleikana hefst á laugardaginn næsta.

Aðeins verða tónleikar á Bretlandseyjum og mun Victoria Beckham ekki taka þátt. 

 
 
 
View this post on Instagram
Breaking Spice news... Tickets on sale Saturday 10.30am #GirlPower #FriendshipNeverEnds

A post shared by Spice Girls (@spicegirls) on Nov 5, 2018 at 7:00am PST






Fleiri fréttir

Sjá meira


×