Lífið

Hætt við tónleika Judas Priest í Höllinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónleikarnir áttu að fara fram 24.janúar.
Tónleikarnir áttu að fara fram 24.janúar.
Nú hefur verið ákveðið að hætta við tónleika þungarokksveitarinnar Judas Priest sem áttu að fara fram í Laugardalshöllinni 24. janúar, en það var fyrirtækið Tónleikur sem ætlaði að flytja bandið inn.

Mbl.is greindi fyrst frá málinu en í tilkynningu frá tónleikahaldara segir:

„Okkur þykir það virkilega sárt að tilkynna að tónleikum Judas Priest í Laugardalshöll 24 janúar hefur verið aflýst. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er ekki hægt að halda tónleikana og hefur hljómsveitin verið látin vita af þessu. Skiljanlega eru strákarnir í Judas Priest leiðir yfir því að geta ekki haldið tónleika á Íslandi og vonast til þess að í framtíðinni geti þeir komið og spilað fyrir aðdáendur sína á Íslandi. Ástæður fyrir að tónleikunum er aflýst er eitthvað sem hljómsveitarmeðlimir réðu engan vegin yfir. Okkur þykir þetta mjög leitt og þökk­um öllum aðdáendum fyrir skilning og þolinmæðina,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×