Lífið

Miðbærinn að verða einn stór partístaður

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Frá Iceland Airwaves í ár.
Frá Iceland Airwaves í ár. Fréttablaðið/Ernir

Flokkur fólksins leggur til að fylgst verði með hávaðamengun í miðbæ Reykjavíkur og sérstaklega er tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tekin fyrir í tillögunni, sem flokkurinn lagði fyrir í gær. Þar segir meðal annars:

„Til dæmis fær Airwaves-tónlistarhátíðin leyfi til klukkan 2 a.m. föstudag og laugardag fyrir útitónleika í þaklausu porti Listasafns Reykjavíkur. Lýðheilsa íbúanna og friðhelgi einkalífs eru neðar­lega á lista þeirra sem samþykkja slík leyfi hávaðaafla, sem halda vöku fyrir íbúum og hótelgestum, í boði Reykjavíkurborgar.“

Í tillögunni kemur fram að lögreglan skuli sinna hávaðamælingu með þar til gerðum mælum í farsímum og gefa út sektir. Einnig skulu allir hátalarar utan á veitingahúsum og verslunum miðbæjarins teknir niður.

Tillagan kemur til vegna þess að kvartanir hafa borist vegna hávaða í „útihátíðum“ sem haldnar eru í miðborginni eða eins og segir í tillögunni:

„Kvartanir yfir hávaða m.a. vegna Airwaves, Inni/Úti púkans og fleiri útihátíða hafa borist frá þeim íbúum sem búa í nágrenninu. Svo virðist sem íbúar séu ekkert spurðir álits þegar verið er að skipuleggja hátíðir á borð við þessa sem er vís til að mynda hávaða.“

Ýjað er að því að kvartanir fólks í lýðræðisgáttina séu hunsaðar. Einnig er bent á það að vínveitingaleyfi hafi „margfaldast“ og að miðborgin sé á hraðri leið með að verða „einn stór partístaður“.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.