Tónlist

Abraham Brody frumsýnir nýtt myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í hljóðheimi sínum blandar Brody klassískum tónstefum við tilkomumikla raftónlist.
Í hljóðheimi sínum blandar Brody klassískum tónstefum við tilkomumikla raftónlist.

Framúrstefnutónskáldið og söngvarinn Abraham Brody frumsýnir nýtt myndband við lagið Nightingale á Vísi í dag.

Brody kom fram á Listahátíð Reykjavíkur í júní og á listahátíðinni Lunga í fyrra. Hann segist hafa tekið ástfóstri við Ísland og íslenska listamenn og hefur því flutt búferlum hingað til lands.

Anna Fríða Jónsdóttir listakona leikstýrði myndbandinu sem sjá má hér að neðan.

Í hljóðheimi sínum blandar Brody klassískum tónstefum við tilkomumikla raftónlist, en hann sækir meðal annars innblástur til goðsagna heimalands síns, Litháens, og til Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.