Menning

Árni Már heldur sýninguna Öldur aldanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árni Már stendur vaktina á morgun og út nóvember.
Árni Már stendur vaktina á morgun og út nóvember.

Listamaðurinn Árni Már Erlingsson fer af stað með sýningu sína Öldur aldanna  á morgun laugardaginn 10. nóvember kl. 16:00 í Listamönnum Skúlagötu 32.

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson mun mæta og taka nokkur vel valin lög á opnuninni. Sýningin stendur til 29. nóvember og er opið mánudaga- til laugardags frá 9:00-18:00.

Sjór er viðfangsefni sem hefur verið Árna hugleikið undanfarin ár, ekki eingöngu í verkum hans heldur hefur hann verið iðinn við sjóböð og sund. Meðal verka á sýningunni eru málverk, prentverk, verkfæri sem Árni hefur sett saman og sýnir sem skúlptúra. Ídýfingarkassi sem notaður er við eftirvinnslu á silkiþrykktum prentum og kökukefli útbúið sem aðferð fyrir dúkristur.

Árni er einn af stofnendum Gallery Ports sem opnað var í lok mars 2016 og var einnig einn af stofnendum Festisvalls, kollektífs sem teygði anga sína til Þýskalands og Hollands. Þetta er önnur sýning Árna á árinu en sú fyrri, Öldugrænn var sett upp í Bismút í byrjun árs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.