Smíðaði alíslenskan gítar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2018 07:30 Guðmundur vinnur í álverinu en dreymir um meiri tíma fyrir gítarsmíðina. Mynd/Ýmir Það verða allir að skapa sér sérstöðu ef þeir ætla að komast inn á markaðinn með nýja gítara. Þess vegna fór ég að prófa íslenskan við og komst að því að hægt er að nýta hann,“ segir Norðfirðingurinn Guðmundur Höskuldsson. Hann er starfsmaður álversins á Reyðarfirði en fékk hálfs árs frí fyrir fjórum árum, dreif sig til Bandaríkjanna og lærði þar gítarsmíði. Nú er hann með verkstæði í kjallaranum heima hjá sér og gerir þar ýmsar tilraunir. „Ég byrjaði á að kaupa mér verkfæri þegar ég var aðeins búinn að jafna mig fjárhagslega eftir námið. En hafði líka strax samband við skógræktina á Hallormsstað því mig langaði ekki að gera það sama og allir aðrir, heldur smíða úr íslensku tré. Ég er búinn með einn rafgítar úr birki, ösp og reyni og hann hljómar vel. Enginn íslenskur viður er þó eins harður og sá sem er notaður í fingurborðið í innfluttum gíturum, svo sem íbenholt eða rósaviður. Þess vegna hef ég verið að gera tilraunir með að herða við og sérpantaði tank til þess, enda vil ég ekki að sætta mig við innflutt efni.“ Guðmundur hefur spilað á gítar frá því hann var þrettán ára og breytt eigin gíturum eftir þörfum, eins og fram kemur í nýlegu viðtali í Austurglugganum. „Ég hef verið að kenna syni mínum gítarsmíði og dóttur minni líka, hún skellti sér með sinn til Flateyrar í nýjan lýðháskóla,“ segir Guðmundur og bætir við: „Einnig er ég með skiptinema og smíðaði gítar með honum „Svo á ég eftir að gera það sama með barnabörnunum. Eitt þeirra er gítarleikari.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Það verða allir að skapa sér sérstöðu ef þeir ætla að komast inn á markaðinn með nýja gítara. Þess vegna fór ég að prófa íslenskan við og komst að því að hægt er að nýta hann,“ segir Norðfirðingurinn Guðmundur Höskuldsson. Hann er starfsmaður álversins á Reyðarfirði en fékk hálfs árs frí fyrir fjórum árum, dreif sig til Bandaríkjanna og lærði þar gítarsmíði. Nú er hann með verkstæði í kjallaranum heima hjá sér og gerir þar ýmsar tilraunir. „Ég byrjaði á að kaupa mér verkfæri þegar ég var aðeins búinn að jafna mig fjárhagslega eftir námið. En hafði líka strax samband við skógræktina á Hallormsstað því mig langaði ekki að gera það sama og allir aðrir, heldur smíða úr íslensku tré. Ég er búinn með einn rafgítar úr birki, ösp og reyni og hann hljómar vel. Enginn íslenskur viður er þó eins harður og sá sem er notaður í fingurborðið í innfluttum gíturum, svo sem íbenholt eða rósaviður. Þess vegna hef ég verið að gera tilraunir með að herða við og sérpantaði tank til þess, enda vil ég ekki að sætta mig við innflutt efni.“ Guðmundur hefur spilað á gítar frá því hann var þrettán ára og breytt eigin gíturum eftir þörfum, eins og fram kemur í nýlegu viðtali í Austurglugganum. „Ég hef verið að kenna syni mínum gítarsmíði og dóttur minni líka, hún skellti sér með sinn til Flateyrar í nýjan lýðháskóla,“ segir Guðmundur og bætir við: „Einnig er ég með skiptinema og smíðaði gítar með honum „Svo á ég eftir að gera það sama með barnabörnunum. Eitt þeirra er gítarleikari.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira