Innlent

Talið að karl og kona hafi látist í brunanum

Atli Ísleifsson skrifar
Húsið stendur við Kirkjuveg á Selfossi.
Húsið stendur við Kirkjuveg á Selfossi. Vísir/Egill
Talið er að karlmaður og kona sem voru á efri hæð hússins við Kirkjuveg á Selfossi hafi látist í brunanum sem þar varð í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem barst skömmu eftir klukkan 22:30 í kvöld. Þar segir að ekki sé „unnt að staðreyna það með óyggjandi hætti fyrr en slökkvistarfi er lokið, húsið kólnað og vettvangur hefur verið tryggður vegna hrunhættu og mun vinna við það að líkindum hefjast í fyrramálið.“

Aðstandendum þeirra sem saknað er hefur verið kynnt staða málsins.

Frá slökkvistarfinu fyrr í kvöld.Vísir/Egill
Eldsupptök eru ókunn

Enn er unnið að slökkvistarfi í einbýlishúsinu en tilkynning um eld í húsinu barst lögreglu skömmu fyrir klukkan 16. Húsið sem um ræðir er gamalt – hæð og ris – og einangrað með frauðplasti, í það minnsta að hluta.

Tveir einstaklingar voru handteknir á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru nú í haldi lögreglu. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í kvöld hefur ekki reynst unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra.

Eldsupptök brunans eru ókunn.

Vísir/Egill
Vísir/Egill

Tengdar fréttir

Einbýlishús alelda á Selfossi

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi.

Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands

Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×