Banaslys á Grindavíkurvegi: Undir áhrifum áfengis og svefnlyfja og ekki í bílbelti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2018 10:23 Myndin er fengin úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Myndin sýnir för frá vinstri þar sem bifreiðin rennur í snjónum og í framhaldi för eftir bílinn þar sem hann er byrjaður að velta. Rauði hringurinn sýnir hvar bíllinn stöðvaðist. Kona sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í mars í fyrra var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið varð. Þá var hún ekki í bílbelti auk þess sem bíllinn sem hún ók var ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hemlabúnaðar. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið. Í samantekt skýrslunnar segir að þann 5. mars í fyrra hafi bíl af tegundunni Toyota Avensis verið ekið suður Grindavíkurveg. Missti konan, ökumaður bílsins, stjórn á honum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt. Konan var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Lést hún af völdum fjöláverka. Engin vitni voru að slysinu en það var um klukkan tvö um nótt sem vegfarendur sem fóru um Grindavíkurveg tóku eftir óvenjulegum hjólförum eftir bíl á veginum. Við nánari skoðun sáu þeir Toyota- bifreiðina þar sem hún hafði hafnað utan vegar.Byrjaði að snúast rangsælis á veginum miðað við akstursstefnu Bentu ummerki á vettvangi til þess að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast rangsælis miðað við akstursstefnu. „Hjólför í snjó meðfram akbrautinni og á veginum gáfu til kynna að hægra afturhjól bifreiðarinnar hafi farið út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu á meðan bifreiðin var í snúningi. Bifreiðin var síðan komin í um 90° hliðarskrið þegar hún fór útaf veginum vinstra megin þar sem hún rann nokkra metra í snjó utan við veginn áður en hún valt nokkrum sinnum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Eins og áður segir var ökumaður bílsins undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Í ábendingu frá rannsóknarnefndinni í skýrslunni er þess getið að undanfarin ár hafi ölvunarakstur verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Segir í ábendingunni að áfengismagn í blóði þurfi ekki að vera mikið til þess að áhrifin skerði einbeitingu þess sem er undir áhrifum, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. „Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Ökumaðurinn í þessu slysi var einnig undir áhrifum svefnlyfs. Áfengi og svefnlyfið geta aukið slævandi og miðtaugakerfisbælandi áhrif hvors annars. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um ölvunarakstur. Ökumenn sem setjast ölvaðir undir stýri skapa öðrum og sjálfum sér mikla hættu. Akstur eftir áfengisdrykkju eykur líkur á alvarlegum slysum og brýnt að allir séu á varðbergi gagnvart þessari hættu,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem lesa má í heild sinni hér. Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Kona sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í mars í fyrra var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið varð. Þá var hún ekki í bílbelti auk þess sem bíllinn sem hún ók var ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hemlabúnaðar. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið. Í samantekt skýrslunnar segir að þann 5. mars í fyrra hafi bíl af tegundunni Toyota Avensis verið ekið suður Grindavíkurveg. Missti konan, ökumaður bílsins, stjórn á honum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt. Konan var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Lést hún af völdum fjöláverka. Engin vitni voru að slysinu en það var um klukkan tvö um nótt sem vegfarendur sem fóru um Grindavíkurveg tóku eftir óvenjulegum hjólförum eftir bíl á veginum. Við nánari skoðun sáu þeir Toyota- bifreiðina þar sem hún hafði hafnað utan vegar.Byrjaði að snúast rangsælis á veginum miðað við akstursstefnu Bentu ummerki á vettvangi til þess að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast rangsælis miðað við akstursstefnu. „Hjólför í snjó meðfram akbrautinni og á veginum gáfu til kynna að hægra afturhjól bifreiðarinnar hafi farið út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu á meðan bifreiðin var í snúningi. Bifreiðin var síðan komin í um 90° hliðarskrið þegar hún fór útaf veginum vinstra megin þar sem hún rann nokkra metra í snjó utan við veginn áður en hún valt nokkrum sinnum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Eins og áður segir var ökumaður bílsins undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Í ábendingu frá rannsóknarnefndinni í skýrslunni er þess getið að undanfarin ár hafi ölvunarakstur verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Segir í ábendingunni að áfengismagn í blóði þurfi ekki að vera mikið til þess að áhrifin skerði einbeitingu þess sem er undir áhrifum, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. „Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Ökumaðurinn í þessu slysi var einnig undir áhrifum svefnlyfs. Áfengi og svefnlyfið geta aukið slævandi og miðtaugakerfisbælandi áhrif hvors annars. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um ölvunarakstur. Ökumenn sem setjast ölvaðir undir stýri skapa öðrum og sjálfum sér mikla hættu. Akstur eftir áfengisdrykkju eykur líkur á alvarlegum slysum og brýnt að allir séu á varðbergi gagnvart þessari hættu,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem lesa má í heild sinni hér.
Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50