Sport

Red Sox byrjar betur í World Series

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lukkudýrið Wally fagnar sigrinum í nótt.
Lukkudýrið Wally fagnar sigrinum í nótt. vísir/getty
Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series, fór fram í nótt. LA Dodgers og Boston Red Sox mætast í úrslitaeinvíginu.

Rauðsokkarnir frá Boston eru komnir með 1-0 forystu í einvíginu eftir 8-4 sigur í nótt.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi félög mætast í úrslitum MLB-deildarinnar síðan 1916. Þá var Dodgers reyndar í Brooklyn og hét þá Brooklyn Robins.

Dodgers er í World Series annað árið í röð en liðið tapaði í oddaleik í fyrra gegn Houston Astros.

Eftir mikla þrautagöngu hefur Red Sox notið mikillar velgengni á þessari öld. Liðið varð meistari árið 2004 og svo aftur árin 2007 og 2013.

Næsti leikur fer fram í nótt og er aftur leikið í Boston. Svo fara liðin til Los Angeles þar sem þrír leikir verða spilaðir. Ef á þarf að halda verða leikir sex og sjö spilaðir í Boston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×