Leigjendur ósáttir við Airbnb frumvarp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2018 15:00 Leigjendur geta ekki leigt heimili sitt út á Airbnb verði frumvarp ráðherra að lögum. Vísir/vilhelm Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, var birt á samráðsgáttinni 17. október. Í því er gert ráð fyrir að sýslumaður fái heimild til að beita þá sem reka heimagistingu án leyfis stjórnvaldssektum. Þá yrði einnig heimilt að sekta þá sem skila ekki svokölluðu nýtingaryfirliti. Yfirlitið á að sýna alla leigudaga og tekjur þeim tengdar. Önnur breyting snýr að því að eingunis þinglýstir eigendur fasteignar mega reka heimagistingu. Hingað til hefur lögheimilisskráning dugað til. Í greingargerð segir að sýslumaður hafi frá árinu 2017 orðið þess var að einstaklingar skrái lögheimili til málamynda í þeim tilgangi að geta skráð eign til heimagistingar. Sem dæmi getur eigandi fyrirtækis skráð lögheimili sitt á fasteign sem er í eigu fyrirtækisins, skráð hana í heimagistingu og sleppt því að greiða ýmis gjöld og skatta. Telja fólki mismunaðNokkrar umsagnir hafa borist við frumvarpið á samráðsgáttinni og í einni þeirra er bent á að leigumarkaðurinn sé stór hluti húsnæðismarkaðarins. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóð má ætla að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500 til 31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu. „Það skref að leyfa aðeins þinglýstum eigendum að selja heimagistingu á heimilum sínum er mismunun við þá sem eru á leigumarkaði og hafa í dag fullan rétt á að selja gistingu í heimilum sínum í 90 nætur eða þéna allt að 2 milljónir króna á almanaksári, svo lengi sem að það brjóti ekki leigusamninga," segir í umsögn Guðmundar Árna Ólafssonar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur birt frumvarp um heimagistingar.VÍSIR/EYÞÓRÍ annarri umsögn er því haldið fram að um mismunum sé að ræða. „Með breytingunni um að ,,skráning heimagistingar verði bundin við þinglýst eignarhald og lögheimili'' er verið að mismuna fólki á leigumarkaði. Tækifæri fólks á leigumarkaði til þess að afla sér smá aukinna tekna er því ekki til staðar á meðan eigendur fasteigna hafa einir tækifæri til þess," segir Hermann Guðmundsson. „Ég tel að það þurfi að taka tillit til þeirra sem leigja íbúðir og vilja nýta sér leyfi til heimagistingar. Legg til að þinglýstur leigusamningur hafi jafnt vægi á við eignarhald í þessum lögum," segir í umsögn Gunnars Þórs Gestssonar. Félag fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu fagnar hins vegar tillögunni. Telur formaður félagsins þó tilefni til að ganga enn lengra og takmarka hámarks leigutímabil við einn mánuð, eða hefðbundið orlofstímabil vinnandi fólks. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er tekið undir þetta og lagt til að einstaka sveitarfélögum verði heimilt að takmarka leigutímabilið við 30 daga. Sambandið fagnar tillögu um að heimildin verði bundin við þinglýsta eigendur fasteignar. Tengdar fréttir Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, var birt á samráðsgáttinni 17. október. Í því er gert ráð fyrir að sýslumaður fái heimild til að beita þá sem reka heimagistingu án leyfis stjórnvaldssektum. Þá yrði einnig heimilt að sekta þá sem skila ekki svokölluðu nýtingaryfirliti. Yfirlitið á að sýna alla leigudaga og tekjur þeim tengdar. Önnur breyting snýr að því að eingunis þinglýstir eigendur fasteignar mega reka heimagistingu. Hingað til hefur lögheimilisskráning dugað til. Í greingargerð segir að sýslumaður hafi frá árinu 2017 orðið þess var að einstaklingar skrái lögheimili til málamynda í þeim tilgangi að geta skráð eign til heimagistingar. Sem dæmi getur eigandi fyrirtækis skráð lögheimili sitt á fasteign sem er í eigu fyrirtækisins, skráð hana í heimagistingu og sleppt því að greiða ýmis gjöld og skatta. Telja fólki mismunaðNokkrar umsagnir hafa borist við frumvarpið á samráðsgáttinni og í einni þeirra er bent á að leigumarkaðurinn sé stór hluti húsnæðismarkaðarins. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóð má ætla að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500 til 31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu. „Það skref að leyfa aðeins þinglýstum eigendum að selja heimagistingu á heimilum sínum er mismunun við þá sem eru á leigumarkaði og hafa í dag fullan rétt á að selja gistingu í heimilum sínum í 90 nætur eða þéna allt að 2 milljónir króna á almanaksári, svo lengi sem að það brjóti ekki leigusamninga," segir í umsögn Guðmundar Árna Ólafssonar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur birt frumvarp um heimagistingar.VÍSIR/EYÞÓRÍ annarri umsögn er því haldið fram að um mismunum sé að ræða. „Með breytingunni um að ,,skráning heimagistingar verði bundin við þinglýst eignarhald og lögheimili'' er verið að mismuna fólki á leigumarkaði. Tækifæri fólks á leigumarkaði til þess að afla sér smá aukinna tekna er því ekki til staðar á meðan eigendur fasteigna hafa einir tækifæri til þess," segir Hermann Guðmundsson. „Ég tel að það þurfi að taka tillit til þeirra sem leigja íbúðir og vilja nýta sér leyfi til heimagistingar. Legg til að þinglýstur leigusamningur hafi jafnt vægi á við eignarhald í þessum lögum," segir í umsögn Gunnars Þórs Gestssonar. Félag fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu fagnar hins vegar tillögunni. Telur formaður félagsins þó tilefni til að ganga enn lengra og takmarka hámarks leigutímabil við einn mánuð, eða hefðbundið orlofstímabil vinnandi fólks. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er tekið undir þetta og lagt til að einstaka sveitarfélögum verði heimilt að takmarka leigutímabilið við 30 daga. Sambandið fagnar tillögu um að heimildin verði bundin við þinglýsta eigendur fasteignar.
Tengdar fréttir Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00