Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2018 21:00 Akureyrarflugvöllur. vísir/völundur Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar um Samgönguáætlun 2019-2033 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Áætlunin gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi. Þetta gagnrýnir öryggisnefndin og segir að framkvæmdirnar sem gert er ráð fyrir á flugvöllunum í áætluninni þoli ekki svo langa bið. Ekki síst með tilliti til öryggishlutverks flugvallanna sem eru varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll.„Á hverjum degi koma um 60 til 80 flugvélar til Keflavíkurflugvallar og í mörgum tilfellum eru Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir notaðir sem varaflugvellir. Hins vegar er einungis pláss fyrir 4-5 farþegaþotur á hvorum flugvelli með góðu móti,“ segir í umsögn öryggisnefndarinnar.Frá Egilsstaðaflugvelli.vísir/vilhelmÁtta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi Til stuðnings máls síns vísar nefndin til atviks sem átti sér stað þann 2. apríl síðastliðinn þegar fjöldi flugvéla þurftu frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum. „Þar sem fyrrnefndir flugvellir eru takmarkaðir leiddu aðstæður þennan dag til þess að ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var 8. mín frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts. Ástæður þessa eru óviðunandi aðbúnaður og þjónusta með tilliti til tíðni flugumferðar á íslandi,“ segir í umsögn nefndarinnar. Þar segir einnig að verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins sé orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðari ára. Þessi langvinna þróun valdi brestum í flugvallakerfinu sem séu almenningi huldar en séu engu að síður ógn við flugöryggi.Umsögn öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna má lesa hér. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar um Samgönguáætlun 2019-2033 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Áætlunin gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi. Þetta gagnrýnir öryggisnefndin og segir að framkvæmdirnar sem gert er ráð fyrir á flugvöllunum í áætluninni þoli ekki svo langa bið. Ekki síst með tilliti til öryggishlutverks flugvallanna sem eru varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll.„Á hverjum degi koma um 60 til 80 flugvélar til Keflavíkurflugvallar og í mörgum tilfellum eru Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir notaðir sem varaflugvellir. Hins vegar er einungis pláss fyrir 4-5 farþegaþotur á hvorum flugvelli með góðu móti,“ segir í umsögn öryggisnefndarinnar.Frá Egilsstaðaflugvelli.vísir/vilhelmÁtta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi Til stuðnings máls síns vísar nefndin til atviks sem átti sér stað þann 2. apríl síðastliðinn þegar fjöldi flugvéla þurftu frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum. „Þar sem fyrrnefndir flugvellir eru takmarkaðir leiddu aðstæður þennan dag til þess að ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var 8. mín frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts. Ástæður þessa eru óviðunandi aðbúnaður og þjónusta með tilliti til tíðni flugumferðar á íslandi,“ segir í umsögn nefndarinnar. Þar segir einnig að verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins sé orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðari ára. Þessi langvinna þróun valdi brestum í flugvallakerfinu sem séu almenningi huldar en séu engu að síður ógn við flugöryggi.Umsögn öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna má lesa hér.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira