Lífið

Stórbrotin saga hvernig Gauti kynntist Halldóri Helga: "Ég reyndi að berja hann“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldór Helgason og Gauti Þeyr eru miklir vinir í dag.
Halldór Helgason og Gauti Þeyr eru miklir vinir í dag.
Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, fer í gegnum ferilinn með Snorra Björnssyni í hlaðvarpsþætti hans The Snorri Björns Show. Þar fer hann yfir það hvernig þetta allt saman byrjaði og þróaðist með tímanum. Þátturinn er um tveir og hálfur tími en ein saga vekur sérstaka athygli og er það þegar Gauti kynntist snjóbrettastjörnunni Halldóri Helgasyni.

„Við vissum alveg af hvor öðrum og þarna er Halldór orðinn risastór úti. Við erum í einhverju partýi og Halldór er þar. Ég sver það ég var í svo geggjuðum nýjum jakka. Ég var í svona glænýjum kastaníubrúnum jakka,“ segir Gauti og heldur áfram.

„Ég er í þessu partýi, stend þarna og er allt í einu alveg rennandi blautur á bakinu. Við erum að tala um að ég er rennandi blautur á bakinu og ég byrja að vera rennandi blautur á rassinum. Ég sný mér við, þá stendur Halldór Helgason fyrir aftan mig og hann er búinn að hella eins lítra mjólk innan á hálsmálið á mér, án þess að þekkja mig.“

Gauti segir að eftir það hafi hann algjörlega tryllst.

„Ég varð svo fokking reiður, og mig langaði svo að berja hann. Ég reyndi að berja hann sko og hleyp í áttina að honum,“ segir Gauti en eftir það urðu þeir góðir vinir. Hér að neðan má heyra söguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×