Vaxandi öfgar í veðurfari á Íslandi verði ekkert að gert Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2018 20:45 Vaxandi öfgar í veðurfari og áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar hér við land gætu haft verulegar afleiðingar verði ekkert að gert. Sérfræðingar í málefnum veðurs og sjávar hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Sérstök skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsmál, sem kynnt var á mánudag, hefur vakið mikla athygli en nefndin telur heimsbyggðina hafa einungis tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Sérfræðingar hér á landi taka undir með Vísindanefndinni, og segir að haldi þróunin áfram án aðgerða muni það hafa verulega afleiðingar hér á landi. Hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur áhyggjur af því að markmiðum að hiti hækki ekki meira en um 1,5 gráðu á tólf árum náist ekki.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu ÍslandsVísir/Stöð 2„Ég hef miklar efasemdir um að það verði hægt, en ég held að það sé alveg rétt að rétti tíminn, rétti tíminn til að byrja hefði verið fyrir 25 árum síðan. Næst besti tíminn er akkúrat í dag,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Halldór segir að draga verði hratt úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og að ganga verði í það af ákefð. Gangi svartsýnustu spár skýrsluhöfunda eftir er ljóst að súrnun sjávar við Ísland mun aukast og öfgar í veðurfari verða mun meiri. „Við erum að sjá ákafari úrkomuatburði, sjávarstaða fer hækkandi og fleira sem þýðir að við getum lent í erfiðari flóðum og algengari flóðum,“ segir Halldór. Þá hafa sést breytingar á skriðuföllum sem stafa af meiri úrkomu og fleiri atriða. „Það eru fleiri hlutir, þetta er ekki bara verður, þetta er líka súrnun sjávar,“ segir Halldór. Þar eru sérfræðingar skemur af veg komnir í rannsóknum sínum hvað það muni þýðar til dæmis hér á landi. En sjórinn hér er kaldari en annars staðar og súrnar hraðar heldur en hlýrri sjór. Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Stöð 2„Við vitum enn þá því miður alltof lítið um súrnun sjávar. Við vitum þó að sjórinn er að súrna og að áhrifin gætu orðið mjög neikvæð en hver áhrifin verða nákvæmlega og hvernig þau munu koma fram þegar fram líður, það vitum við ekki,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Súrnun sjávar getur haft áhrif á fiskveiðar hér við land verði ekkert að gert. En kalkmyndandi fæði ákveðinna fisktegunda gæti horfið. „Við höfum mestar áhyggjur af því að áhrif á fiska muni koma fram í gegnum fæðukeðjur ef það þá gerist,“ segir Hrönn Tengdar fréttir Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Vaxandi öfgar í veðurfari og áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar hér við land gætu haft verulegar afleiðingar verði ekkert að gert. Sérfræðingar í málefnum veðurs og sjávar hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Sérstök skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsmál, sem kynnt var á mánudag, hefur vakið mikla athygli en nefndin telur heimsbyggðina hafa einungis tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Sérfræðingar hér á landi taka undir með Vísindanefndinni, og segir að haldi þróunin áfram án aðgerða muni það hafa verulega afleiðingar hér á landi. Hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur áhyggjur af því að markmiðum að hiti hækki ekki meira en um 1,5 gráðu á tólf árum náist ekki.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu ÍslandsVísir/Stöð 2„Ég hef miklar efasemdir um að það verði hægt, en ég held að það sé alveg rétt að rétti tíminn, rétti tíminn til að byrja hefði verið fyrir 25 árum síðan. Næst besti tíminn er akkúrat í dag,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Halldór segir að draga verði hratt úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og að ganga verði í það af ákefð. Gangi svartsýnustu spár skýrsluhöfunda eftir er ljóst að súrnun sjávar við Ísland mun aukast og öfgar í veðurfari verða mun meiri. „Við erum að sjá ákafari úrkomuatburði, sjávarstaða fer hækkandi og fleira sem þýðir að við getum lent í erfiðari flóðum og algengari flóðum,“ segir Halldór. Þá hafa sést breytingar á skriðuföllum sem stafa af meiri úrkomu og fleiri atriða. „Það eru fleiri hlutir, þetta er ekki bara verður, þetta er líka súrnun sjávar,“ segir Halldór. Þar eru sérfræðingar skemur af veg komnir í rannsóknum sínum hvað það muni þýðar til dæmis hér á landi. En sjórinn hér er kaldari en annars staðar og súrnar hraðar heldur en hlýrri sjór. Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Stöð 2„Við vitum enn þá því miður alltof lítið um súrnun sjávar. Við vitum þó að sjórinn er að súrna og að áhrifin gætu orðið mjög neikvæð en hver áhrifin verða nákvæmlega og hvernig þau munu koma fram þegar fram líður, það vitum við ekki,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Súrnun sjávar getur haft áhrif á fiskveiðar hér við land verði ekkert að gert. En kalkmyndandi fæði ákveðinna fisktegunda gæti horfið. „Við höfum mestar áhyggjur af því að áhrif á fiska muni koma fram í gegnum fæðukeðjur ef það þá gerist,“ segir Hrönn
Tengdar fréttir Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00