Lífið

Hjörvar hringdi sem starfsmaður tollstjóra í Jón sem ætlaði að frumsýna lag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Jónsson alltaf skemmtilegur í viðtölum.
Jón Jónsson alltaf skemmtilegur í viðtölum.
Sáttur eftir tvöfaldan morgunmat ræddi Jón Jónsson við Hjörvar Hafliðason og Kristínu Ruth um tónlist, lífið og tilveruna í Brennslunni á FM957 í morgun. Viðtalið byrjaði á því að Hjörvar sagðist vera frá tollstjóranum og að Jón skuldaði fimm milljónir. 

Í þættinum frumflutti Jón nýtt lag sem ber nafnið Með þér en Jón var veðurtepptur á Akureyri þegar Brennslan ræddi við kappann.

„Með þér er ógeðslega fyndinn titill. Hann er svo almennur og er náttúrulega stærsta brúðkaupslag ever með Bubba og Röggu Gröndal. En ég segi svo oft Með þér í viðlaginu og ef maður er á tónleikum og setur hljóðnemann út í áhorfendaskarann þá er það það sem fólkið syngur, þess vegna heitir lagið Með þér,“ segir Jón Jónsson í þættinum í morgun.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jón en miðasala er hafin á tónleika sem hann heldur Háskólabíói 21. desember.  Ekki Jólatónleikar bara þessi árlegu eins og þeir heita.

Hér að neðan má hlusta á lagið sem Jón hefur sett inn á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×