Innlent

Slökkviliðsmenn upplifa sig í hættu á vettvangi slysa og óhappa

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Slökkviliðsmenn sem unnu á vettvangi umferðaróhapps á Reykjanesbraut á móts við Kauptún í morgun, töldu sig í hættu við vinnu sína en ökumenn annara bíla hægðu hvorki á sér né sýndu tillitssemi þegar ekið var í gegnum vettvanginn.

Slökkviliðsmenn unnu að hreinsun eftir að vörubifreið hafði ekið undir brúnna yfir Reykjanesbraut og rekið krana upp undir með þeim afleiðingum að glussavökvi fór á veginn sem getur verið hættulegt og myndað hálku. Varðstjóri hvetur ökumenn til þess  að virða aðstæður þar sem björgunaraðilar vinna á vettvangi slysa og óhappa.





Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinsVísir/Stöð 2
„Við höfum orðið varir við það að þó að við séum mjög sýnilegir á vettvangi að þá þurfum við æ oftar að þrengja að umferðinni og loka jafnvel til að vera öruggir í okkar störfum. Við erum í umferðinni og teljum okkur oft bara vera í töluverðri hættu þar.

Við erum að bregðast við með því að bæta merkingar á bílum, bæta við ljós á bílum, bæta við okkar klæðnað með endurskini og sýnilegri en það er ekki nóg það þarf að draga úr umferðarhraða,“ segir Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×