Verja þarf meira fé í sýnilega löggæslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. september 2018 18:45 Formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis tekur undir áhyggjur um manneklu innan lögreglunnar og segir að auka þurfi fé til sýnilegrar löggæslu. Starfsemi kynferðisbrotadeildar hefur eflst til muna eftir að deildin fékk sérstaka úthlutun fyrr á þessu ári. Boðað var til fundar í morgun að frumkvæði allsherjar- og menntamálanefndar alþingis hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirstjórn embættisins tók á móti nefndarmönnum en með fundinum átti að leitast við að þeir fengju betri skilning á hlutverki og fjárþörf lögreglunnar en mannekla innan lögreglunnar hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri.Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar AlþingisVísir/Stöð 2„Ég held að það sé sameiginlega áhyggjuefni allra, bæði stjórnmálamanna og þeirra sem starfa við þetta, að þessari sýnilega löggæslu, fjöldi lögreglumanna á ferð um göturnar, þeim hefur fækkað, segir Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis. Páll segir að sannarlega hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fengið meira fjármagn og að sú aukning hafi verið eyrnamerkt ákveðnum verkefnum eins og kynferðisbrotadeild embættisins, en fjáraukningin skilaði sér mun öflugri deild. „Hitt þarf sannarlega að huga að, að fjölga í það sem þeir kalla almenn löggæsla, götulögreglunni,“ segir Páll.Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefndVísir/Stöð 2Það kom fram þarna, sem hefur komið fram margsinnis áður að það vantar meira fé í lögregluna sama hvernig súluritunum er stillt upp. Hvernig hún vinnur, óhjákvæmilega breytist ef hún er ekki fjármögnuð almennilega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn fagnaði því tækifæri að geta kynnt starfsemi embættisins fyrir nefndinni og rak ekki minni til þess að til svona fundar hafi verið boðað áður, hvað þá að frumkvæði nefndarinnar. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Heldur þú að heimsókn sem þessi skili sér í auknu fé, betri aðbúnaði og betra lagaumhverfi?„Það verður tíminn að leiða í ljós. Ég held allavega að þessi heimsókn skilaði miklu meiri og dýpri skilningi þeirra á okkar störfum. Það er alltaf fyrsta skrefið. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis tekur undir áhyggjur um manneklu innan lögreglunnar og segir að auka þurfi fé til sýnilegrar löggæslu. Starfsemi kynferðisbrotadeildar hefur eflst til muna eftir að deildin fékk sérstaka úthlutun fyrr á þessu ári. Boðað var til fundar í morgun að frumkvæði allsherjar- og menntamálanefndar alþingis hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirstjórn embættisins tók á móti nefndarmönnum en með fundinum átti að leitast við að þeir fengju betri skilning á hlutverki og fjárþörf lögreglunnar en mannekla innan lögreglunnar hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri.Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar AlþingisVísir/Stöð 2„Ég held að það sé sameiginlega áhyggjuefni allra, bæði stjórnmálamanna og þeirra sem starfa við þetta, að þessari sýnilega löggæslu, fjöldi lögreglumanna á ferð um göturnar, þeim hefur fækkað, segir Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis. Páll segir að sannarlega hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fengið meira fjármagn og að sú aukning hafi verið eyrnamerkt ákveðnum verkefnum eins og kynferðisbrotadeild embættisins, en fjáraukningin skilaði sér mun öflugri deild. „Hitt þarf sannarlega að huga að, að fjölga í það sem þeir kalla almenn löggæsla, götulögreglunni,“ segir Páll.Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefndVísir/Stöð 2Það kom fram þarna, sem hefur komið fram margsinnis áður að það vantar meira fé í lögregluna sama hvernig súluritunum er stillt upp. Hvernig hún vinnur, óhjákvæmilega breytist ef hún er ekki fjármögnuð almennilega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn fagnaði því tækifæri að geta kynnt starfsemi embættisins fyrir nefndinni og rak ekki minni til þess að til svona fundar hafi verið boðað áður, hvað þá að frumkvæði nefndarinnar. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Heldur þú að heimsókn sem þessi skili sér í auknu fé, betri aðbúnaði og betra lagaumhverfi?„Það verður tíminn að leiða í ljós. Ég held allavega að þessi heimsókn skilaði miklu meiri og dýpri skilningi þeirra á okkar störfum. Það er alltaf fyrsta skrefið.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði