Segir framkvæmdir fara fram á Landssímareitnum, ekki Víkurgarði Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2018 14:39 Heiðursborgarar afhentu áskorun um að hætt yrði við fyrirhugaða hótelbyggingu í Víkurgarði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Víkurgarði að sögn aðstandenda fyrirtækisins sem sér um byggingu hótels á Landssímareitnum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skoruðu á borgaryfirvöld og byggingaraðila í vikunni að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. Í orðsendingunni er bent á að engar heimildir séu til að reisa byggingar í garðinum eða gera breytingar á honum að öðru leyti. Þá er tekið fram að opinber gögn staðfesti að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði og slíkar framkvæmdir hafi aldrei staðið til. Fylgir mynd með úr deiliskipulagi Kvosarinnar og þar séu engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Þá er tekið fram að fyrirhugaðar framkvæmdir fari fram á Landssímareitnum en ekki í Víkurgarði. Lindarvatn segir að allt frá árinu 1988 hafi samkvæmt deiliskipulagi verið gert ráð fyrir nýbyggingu á Landssímareitnum að Kirkjustræti, þar sem áður stóð bílastæði Pósts og síma.Samkvæmt aðaluppdráttum sem liggja til grundvallar byggingarleyfis, eru engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Í orðsendingunni kemur fram að árið 2016 var framkvæmd fornleifarannsókn á Landssímareitnum sem leiddi í ljós að minjar á reitnum höfðu nær allar verið eyðilagðar í framkvæmdum frá seinni hluta 19. aldar og til þess tíma. Fornleifarannsóknina annaðist Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur undir eftirliti Minjastofnunar. Lindarvant segir Völu hafa bent á í skrifum sínum þá hafi reiturinn verið notaður undir prentsmiðju, verslun, embættisbústaði, skrúðgarð, bragga, apótek, lyfjagerð, kamra, brunna, símastrengi, kapla, dren, ræsi, hitaveitu og ljósleiðara. Vitað sé að kjallari var byggður á reitnum árið 1830, 1882 og 1915 og var lagt bílastæði á Landssímareitnum árið 1967, samhliða því að viðbygging við gamla Landssímahúsið var reist. Lindarvatn tekur fram að öllum minjum með varðveislugildi hafi verið komið á Þjóðminjasafnið, þar sem þær eru rannsakaðar frekar. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Víkurgarði að sögn aðstandenda fyrirtækisins sem sér um byggingu hótels á Landssímareitnum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skoruðu á borgaryfirvöld og byggingaraðila í vikunni að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. Í orðsendingunni er bent á að engar heimildir séu til að reisa byggingar í garðinum eða gera breytingar á honum að öðru leyti. Þá er tekið fram að opinber gögn staðfesti að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði og slíkar framkvæmdir hafi aldrei staðið til. Fylgir mynd með úr deiliskipulagi Kvosarinnar og þar séu engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Þá er tekið fram að fyrirhugaðar framkvæmdir fari fram á Landssímareitnum en ekki í Víkurgarði. Lindarvatn segir að allt frá árinu 1988 hafi samkvæmt deiliskipulagi verið gert ráð fyrir nýbyggingu á Landssímareitnum að Kirkjustræti, þar sem áður stóð bílastæði Pósts og síma.Samkvæmt aðaluppdráttum sem liggja til grundvallar byggingarleyfis, eru engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Í orðsendingunni kemur fram að árið 2016 var framkvæmd fornleifarannsókn á Landssímareitnum sem leiddi í ljós að minjar á reitnum höfðu nær allar verið eyðilagðar í framkvæmdum frá seinni hluta 19. aldar og til þess tíma. Fornleifarannsóknina annaðist Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur undir eftirliti Minjastofnunar. Lindarvant segir Völu hafa bent á í skrifum sínum þá hafi reiturinn verið notaður undir prentsmiðju, verslun, embættisbústaði, skrúðgarð, bragga, apótek, lyfjagerð, kamra, brunna, símastrengi, kapla, dren, ræsi, hitaveitu og ljósleiðara. Vitað sé að kjallari var byggður á reitnum árið 1830, 1882 og 1915 og var lagt bílastæði á Landssímareitnum árið 1967, samhliða því að viðbygging við gamla Landssímahúsið var reist. Lindarvatn tekur fram að öllum minjum með varðveislugildi hafi verið komið á Þjóðminjasafnið, þar sem þær eru rannsakaðar frekar.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira