Snorri opnar sig um að eiga afmæli 11. september: Upplifir skömm á þessum degi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 11:30 Snorri Barón er ekkert að skafa af hlutunum. Snorri Barón á afmæli í dag, þann 11. september. Snorri starfar sem almannatengill og ræddi hann við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni í morgun og opnaði sig um það hvernig er að eiga afmæli á þessum degi. Sautján ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Þá létust þúsundir eftir að flugvélum var flogið á Tvíburaturnana og landvarnaráðuneytið Pentagon. Snorri var 26 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. „Ekki beinlínis, það þarf mikið til að ég fari að gráta en þetta hreyfði djöfulli mikið við mér. Ég er rosalega mikill kani í mér og fór mikið þangað á unglingsárum,“ segir Snorri Barón. „Ég man helvíti vel eftir þessu og það er ekki margt frá árinu 2001 sem ég man vel eftir en ég man alveg í smáatriðum hvernig þetta var. Helvítis Baróninn var í vinnunni og það var verið að heiðra mig. Það voru einhverjir viðskiptavinir mættir þarna og búið að græja köku. Svo öskrar einn vinnufélagi minn innan úr sal: „Það er búið að fljúga á turnana“ og menn henda sér fyrir framan tölvuskjána. Þarna var internetið ekkert á háu menningarstigi en þó þannig að við gátum séð eitthvað smá af þessu og þetta breytti algjörlega stemninguna, það var ekkert verið að fagna afmælinu mínu.“ Hann segist hafa horft á CNN það sem eftir var dags. Snorri bjó sem unglingur í San Diego. „Bandaríkin komu alveg saman í þessu máli og það stóðu allir saman. Það að vera í High School í Bandaríkjunum, þá er alveg drillað vel í mann að elska Bandaríkin og þakka hermönnum fyrir að halda manni frjálsum og bara fá gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Ég er miklu hændari af ameríska þjóðsöngnum og peppast allur upp við hann. Mér finnst íslenski þjóðsöngurinn alveg fínn en ameríski þjóðsöngurinn er minn. Trump er minn forseti.“En hvernig hafa afmælisdagarnir verið frá árinu 2001? „Án þess að ég sé að grínast neitt, þá svona upplifi ég skömm á afmælinu mínu. Ég upplifi smá svona að ég eigi ekki að vera njóta þessa dags. Það var tonn af liði sem drapst og það voru ógeðslegir hlutir sem gerðust. Ég á bara að halda kjafti og skammast mín.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snorra. Brennslan Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Snorri Barón á afmæli í dag, þann 11. september. Snorri starfar sem almannatengill og ræddi hann við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni í morgun og opnaði sig um það hvernig er að eiga afmæli á þessum degi. Sautján ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Þá létust þúsundir eftir að flugvélum var flogið á Tvíburaturnana og landvarnaráðuneytið Pentagon. Snorri var 26 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. „Ekki beinlínis, það þarf mikið til að ég fari að gráta en þetta hreyfði djöfulli mikið við mér. Ég er rosalega mikill kani í mér og fór mikið þangað á unglingsárum,“ segir Snorri Barón. „Ég man helvíti vel eftir þessu og það er ekki margt frá árinu 2001 sem ég man vel eftir en ég man alveg í smáatriðum hvernig þetta var. Helvítis Baróninn var í vinnunni og það var verið að heiðra mig. Það voru einhverjir viðskiptavinir mættir þarna og búið að græja köku. Svo öskrar einn vinnufélagi minn innan úr sal: „Það er búið að fljúga á turnana“ og menn henda sér fyrir framan tölvuskjána. Þarna var internetið ekkert á háu menningarstigi en þó þannig að við gátum séð eitthvað smá af þessu og þetta breytti algjörlega stemninguna, það var ekkert verið að fagna afmælinu mínu.“ Hann segist hafa horft á CNN það sem eftir var dags. Snorri bjó sem unglingur í San Diego. „Bandaríkin komu alveg saman í þessu máli og það stóðu allir saman. Það að vera í High School í Bandaríkjunum, þá er alveg drillað vel í mann að elska Bandaríkin og þakka hermönnum fyrir að halda manni frjálsum og bara fá gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Ég er miklu hændari af ameríska þjóðsöngnum og peppast allur upp við hann. Mér finnst íslenski þjóðsöngurinn alveg fínn en ameríski þjóðsöngurinn er minn. Trump er minn forseti.“En hvernig hafa afmælisdagarnir verið frá árinu 2001? „Án þess að ég sé að grínast neitt, þá svona upplifi ég skömm á afmælinu mínu. Ég upplifi smá svona að ég eigi ekki að vera njóta þessa dags. Það var tonn af liði sem drapst og það voru ógeðslegir hlutir sem gerðust. Ég á bara að halda kjafti og skammast mín.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snorra.
Brennslan Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira