Lífið

Leikarinn Christopher Lawford látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Christopher Lawford varð 63 ára gamall.
Christopher Lawford varð 63 ára gamall. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Christopher Lawford er látinn, 63 ára að aldri. Hann var sonur Patriciu Kennedy, systur John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og leikarans Peter Lawford.

Christopher Lawford starfaði við kvikmyndir í um tuttugu ár og fór meðal annars með hlutverk í sápuóperunum General Hospital og All My Children, auk þess að koma fram í þáttunum um Frasier og kvikmyndinni Terminator 3: Rise of the Machines.

Kerry Kennedy, frænka Lawford, staðfesti andlátið á Twitter í dag.

Auk þess að starfa sem leikari var Lawford virkur í stjórnmálum og starfaði meðal annars með móðurbróður sínum, öldungadeildarþingmanninum Ted Kennedy. Þá skrifaði hann bókina Symptoms of Withdrawal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×