Aukin sálfræðiaðstoð mikil framför fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2018 18:59 Bjóða á slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum upp á sálfræðiaðstoð á vettvangi í erfiðum og stórum útköllum. Þeir segja þetta mikla framför og sérstaklega fyrir þá starfsmenn sem vinna úti á landi sem ekki hafa haft greiðan aðgang að slíkri þjónustu áður. Í dag var undirritað nýtt samkomulag á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um aukinn sálfræðistuðning á landsvísu. Áhersla er lögð á fjóra mismunandi þætti og tengjast þeir allir því þegar slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn koma að erfiðum vettvangi þá eigi þeir greiða leið að sálfræðiþjónustu. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn segja samninginn stórt framfaraskref, sérstaklega fyrir þá sem vinna á landsbyggðinni og sinna eingöngu hlutastarfi. Sá hópur hefur ekki haft greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu áður. „Við erum að sjá eitt og annað í þessu starfi sem almenningur sér ekki. Sem reynir á okkur. Við erum öll með mismunandi þröskuld fyrir álaginu,“ segir Guðjón S. Guðjónsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúklraflutningamanna.Vísir/Egill AðalsteinssonÁlagið oft ekki augljóst Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir samninginn byltingu því mikilvægt sé að andleg heilsa sé góð og bregðast þurfi skjótt við álagi sem fylgir ef vettvangur sé erfiður. „Kannski er mesta nýjungin sú að þegar það verða áföll þá er hægt að kalla sálfræðing á vettvang,” bendir Hermann á. Sigríður Björk Þormar, doktor í áfallasálfræði, mun sinna þjónustunni og segir samninginn viðurkenningu á að stéttin þurfi á þessu að halda því álag hafi augljóslega aukist. „Þannig að þeir geta allir í kjölfar ákveðinna atburða í samstarfi við sinn slökkviliðsstjóra fengið úrvinnslu. Það er oft erfitt að átta sig á nákvæmlega á því hvaða þættir það eru sem geta verið erfiðir fyrir ólíka einstaklinga. Það er ekkert alltaf sýnilegt slökkviliðsstjóra eða öðrum afhverju ákveðinn slökkviliðs- eða sjúkraflutningamaður þarf að leita sér aðstoðar,” segir hún. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Bjóða á slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum upp á sálfræðiaðstoð á vettvangi í erfiðum og stórum útköllum. Þeir segja þetta mikla framför og sérstaklega fyrir þá starfsmenn sem vinna úti á landi sem ekki hafa haft greiðan aðgang að slíkri þjónustu áður. Í dag var undirritað nýtt samkomulag á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um aukinn sálfræðistuðning á landsvísu. Áhersla er lögð á fjóra mismunandi þætti og tengjast þeir allir því þegar slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn koma að erfiðum vettvangi þá eigi þeir greiða leið að sálfræðiþjónustu. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn segja samninginn stórt framfaraskref, sérstaklega fyrir þá sem vinna á landsbyggðinni og sinna eingöngu hlutastarfi. Sá hópur hefur ekki haft greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu áður. „Við erum að sjá eitt og annað í þessu starfi sem almenningur sér ekki. Sem reynir á okkur. Við erum öll með mismunandi þröskuld fyrir álaginu,“ segir Guðjón S. Guðjónsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúklraflutningamanna.Vísir/Egill AðalsteinssonÁlagið oft ekki augljóst Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir samninginn byltingu því mikilvægt sé að andleg heilsa sé góð og bregðast þurfi skjótt við álagi sem fylgir ef vettvangur sé erfiður. „Kannski er mesta nýjungin sú að þegar það verða áföll þá er hægt að kalla sálfræðing á vettvang,” bendir Hermann á. Sigríður Björk Þormar, doktor í áfallasálfræði, mun sinna þjónustunni og segir samninginn viðurkenningu á að stéttin þurfi á þessu að halda því álag hafi augljóslega aukist. „Þannig að þeir geta allir í kjölfar ákveðinna atburða í samstarfi við sinn slökkviliðsstjóra fengið úrvinnslu. Það er oft erfitt að átta sig á nákvæmlega á því hvaða þættir það eru sem geta verið erfiðir fyrir ólíka einstaklinga. Það er ekkert alltaf sýnilegt slökkviliðsstjóra eða öðrum afhverju ákveðinn slökkviliðs- eða sjúkraflutningamaður þarf að leita sér aðstoðar,” segir hún.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira