Innlent

Varð undir hlera og lést í vinnuslysi á Ísafirði

Andri Eysteinsson skrifar
Slysið varð rétt fyrir klukkan 14:00
Slysið varð rétt fyrir klukkan 14:00 Vísir/Vilhelm
Sjötugur karlmaður lést þegar hleri á vélavagni féll á hann við Engidal í botni Skutulsfjarðar rétt fyrir klukkan 14:00 í dag. Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá vinnuslysinu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis.

Maðurinn varð undir hlera dráttarvagns þegar verið var að undirbúa affermingu vinnuvélar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er talið að maðurinn hafi látist samstundis þegar hleri á vagninum féll á hann.

Lögreglan á Vestfjörðum og Vinnueftirlitið munu rannsaka tildrög slyssins.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×