„Réttardagurinn er miklu skemmtilegri en jólin,“ segir fjallkóngur Tungnamanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2018 20:15 Um fimm þúsund fjár voru í Tungnaréttum í morgun og annað eins af fólki í blíðskaparveðri. Fjallkóngur Tungnamanna segir réttardaginn miklu skemmtilegri en jólin. Það var að sjálfsögðu flaggað við Tungnaréttir enda réttardagur í hverri sveit alltaf hátíðisdagur. Margt fé og fólk var í réttunum. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu nokkuð misjöfn af fjalli, sum frekar rýr en önnur í góðum holdum. Eyvindur Magnús frá Kjóastöðum var að koma úr sinni fimmtugustu fjallferð. „Það er reyndar svolítið öðruvísi en var hérna fyrst, aðbúnaðurinn og annað hefur breyst,“ segir Eyvindur. En eru menn eitthvað að staupa sig á fjalli ? „Það er nú ekki eins nærri því mikið og var hérna áður, það hefur minnkað mikið eftir að bjórinn kom til sögunnar, hann skemmir fyrir okkur,“ segir Eyvindur hlægjandi. Nýr sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Ásta Stefánsdóttir var að koma í fyrsta skipti í Tungnaréttir. „Hér er boðið upp á réttarsúpu víða og svo eru margir sem reka heim, þannig að þetta heldur áfram fram eftir degi.“ Guðrún Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna segir réttardaginn miklu skemmtilegri en jólin þó hún fái enga pakka í réttunum. „Já, miklu skemmtilegri, miklu skemmtilegri, þetta er jólapakkinn, féð heim af fjalli og hitta fólkið, það er pakkinn.“ Söngur er eitt af aðalsmerkjum Tungnarétta þar sem bændur og búalið taka sig saman og syngja raddað. Sigurður Þorsteinsson, bóndi á Heiði sem verður 95 ára eftir nokkra daga stýrði söngnum í réttunum af mikilli röggsemi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar (t.v) og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar létu sig ekki vanta í réttirnarVísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Vel var tekið á í söngnum eins og sjá máVísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íslenska fánanum var flaggað við Tungnaréttir í dag, enda réttardagur í hverri sveit alltaf hátíðisdagur. Um fimm þúsund fjár voru í réttunum og mikill mannfjöldi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Húðflúr Ólöfu Önnu Brynjarsdóttur á bænum Heiði í Biskupstungum vakti mikla athygli í réttunum en það er af hrúti, staðsett á bringunni á henni. „Ég auðvitað elska sauðfé og þaðan kemur hugmyndin. Þetta er enginn sérstakur hrútur, bara hrútskúpa“, segir Ólöf Anna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Réttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Um fimm þúsund fjár voru í Tungnaréttum í morgun og annað eins af fólki í blíðskaparveðri. Fjallkóngur Tungnamanna segir réttardaginn miklu skemmtilegri en jólin. Það var að sjálfsögðu flaggað við Tungnaréttir enda réttardagur í hverri sveit alltaf hátíðisdagur. Margt fé og fólk var í réttunum. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu nokkuð misjöfn af fjalli, sum frekar rýr en önnur í góðum holdum. Eyvindur Magnús frá Kjóastöðum var að koma úr sinni fimmtugustu fjallferð. „Það er reyndar svolítið öðruvísi en var hérna fyrst, aðbúnaðurinn og annað hefur breyst,“ segir Eyvindur. En eru menn eitthvað að staupa sig á fjalli ? „Það er nú ekki eins nærri því mikið og var hérna áður, það hefur minnkað mikið eftir að bjórinn kom til sögunnar, hann skemmir fyrir okkur,“ segir Eyvindur hlægjandi. Nýr sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Ásta Stefánsdóttir var að koma í fyrsta skipti í Tungnaréttir. „Hér er boðið upp á réttarsúpu víða og svo eru margir sem reka heim, þannig að þetta heldur áfram fram eftir degi.“ Guðrún Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna segir réttardaginn miklu skemmtilegri en jólin þó hún fái enga pakka í réttunum. „Já, miklu skemmtilegri, miklu skemmtilegri, þetta er jólapakkinn, féð heim af fjalli og hitta fólkið, það er pakkinn.“ Söngur er eitt af aðalsmerkjum Tungnarétta þar sem bændur og búalið taka sig saman og syngja raddað. Sigurður Þorsteinsson, bóndi á Heiði sem verður 95 ára eftir nokkra daga stýrði söngnum í réttunum af mikilli röggsemi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar (t.v) og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar létu sig ekki vanta í réttirnarVísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Vel var tekið á í söngnum eins og sjá máVísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íslenska fánanum var flaggað við Tungnaréttir í dag, enda réttardagur í hverri sveit alltaf hátíðisdagur. Um fimm þúsund fjár voru í réttunum og mikill mannfjöldi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Húðflúr Ólöfu Önnu Brynjarsdóttur á bænum Heiði í Biskupstungum vakti mikla athygli í réttunum en það er af hrúti, staðsett á bringunni á henni. „Ég auðvitað elska sauðfé og þaðan kemur hugmyndin. Þetta er enginn sérstakur hrútur, bara hrútskúpa“, segir Ólöf Anna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Réttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira