Sport

Helgi nældi í brons og Jón Margeir í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helgi kastar spjótinu.
Helgi kastar spjótinu. vísir/ernir

Helgi Sveinsson nældi sér í bronsverðlaun á EM fatlaðra en keppt er í Berlín. Helgi er einn margra Íslendinga sem keppir á mótinu.

Helgi kastaði spjótinu 51,51 metra og það dugði til brons. Tony Falelavaki hirti gullið en hann kastaði 52,39 metra en síðustu tvö ár hefur Helgi unnið gullið í þessum flokki.

Hulda Sigurjónsdóttir keppti í kúluvarpi kvenna en hún endaði í sjöunda sæti með kasti upp á 9,40 metra. Sigurvegarinn kastaði 13,30 metra og það var Sabrina Fortune.

Jón Margeir Sverrisson, sem hætti í sundi á síðasta ári og byrjaði að hlaupa, er kominn í úrslit í 400 metra hlaupi.

Hann hljóp í undanriðlinum á 57,29 sekúndum og fer í úrslitin á áttunda og síðasta besta tímanum en úrslitin fara fram á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.