Óformlegur stíll Starri Freyr Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 11:00 Íþróttafatnaður verður oftast fyrir valinu hjá körfuboltamanninum Kristófer Acox. Hann spilar í Frakklandi í vetur og hlakkar til að komast í sólina og kynnast landinu betur. Fréttablaðið/Stefán Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Kristófer Acox heldur á vit ævintýranna á næstu dögum þegar hann flytur til Frakklands en þar mun hann spila með franska liðinu Denain Voltaire í frönsku annarri deildinni. Hann er spenntur yfir áskoruninni og segist hafa nýtt sumarið vel í að styrkja sig sem leikmann. „Þetta sumar, eins og undanfarin sumur, hef ég reynt að bæta úr veikleikum mínum en á sama tíma auðvitað haldið áfram að bæta við það sem ég er nú þegar góður í. Fyrir veturinn mun ég svo setja mér markmið fyrir tímabilið. Það verður líka frábært að komast úr þessu þrotaveðri í sól og hita. Annars hef ég aldrei komið til Frakklands og er spenntur fyrir því að fá að túristast aðeins um landið og skoða París og fleiri borgir.“ Dagsdaglega klæðist Kristófer íþróttafatnaði, sérstaklega ef ekkert sérstakt er fyrir stafni. „Fatastíllinn minn er frekar óformlegur og verður íþróttafatnaður oftast fyrir valinu. Ef eitthvað sérstakt er í gangi eða mig langar að klæðast öðru er það yfirleitt „street lookið“, gallabuxur, bolur og einhver þægileg hettupeysa með góðum strigaskóm.“ Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast? Hann hefur þróast töluvert síðustu árin. Áður fyrr spáði ég eiginlega ekkert í hverju ég var klæddur en undanfarin 2-3 ár hefur það breyst. Nú hef ég meiri áhuga á flottum klæðnaði og spái meira í fatakaup og hverju aðrir klæðast. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég mundi nú ekki segja það. Ég fylgi tískunni sem er inni hverju sinni og vinn mig út frá henni. En mínir nánustu vinir hafa örugglega mestu áhrifin á fatasmekk minn. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Aðallega í gegnum samfélagsmiðla, þá helst Instagram. Svo sér maður náttúrlega líka hverju fólk klæðist hversdagslega, niðri í bæ eða hvar sem er. Hvar kaupir þú helst fötin þín? H verslun, 66°Norður, 17 og Húrra eru uppáhaldsverslanir mínar hér á landi. Erlendis eru það helst Urban og Zara. Ég er ekki enn kominn á Gucci- og Louis-vagninn. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Ég er mjög hefðbundinn þegar kemur að litum og klæðist yfirleitt einhverju svörtu eða hvítu. Ef það eru einhverjir litir sem ég vinn stundum með eru það helst bleikur, vínrauður eða blár. Bestu og verstu fatakaupin? Verstu kaupin eru örugglega jakki sem ég neyddi mig til að kaupa í einu númeri of litlu. Hann var ekki til í minni stærð en mér fannst hann svo flottur að ég þurfti að eignast hann. Ég notaði jakkann síðan aldrei. Bestu kaupin eru örugglega eitthvað af þessum fötum sem ég keypti sumarið 2016 og nota enn. Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Örugglega bara álíka mikið og næsti maður. Ég á það til að kaupa mikið af fötum á stuttu tímabili en síðan kaupi ég ekki neitt í langan tíma. Þannig að þetta jafnast út. Notar þú einhverja fylgihluti? Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög háður derhúfum en fyrir utan þær nota ég ekkert annað sérstakt. Tíska og hönnun Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Kristófer Acox heldur á vit ævintýranna á næstu dögum þegar hann flytur til Frakklands en þar mun hann spila með franska liðinu Denain Voltaire í frönsku annarri deildinni. Hann er spenntur yfir áskoruninni og segist hafa nýtt sumarið vel í að styrkja sig sem leikmann. „Þetta sumar, eins og undanfarin sumur, hef ég reynt að bæta úr veikleikum mínum en á sama tíma auðvitað haldið áfram að bæta við það sem ég er nú þegar góður í. Fyrir veturinn mun ég svo setja mér markmið fyrir tímabilið. Það verður líka frábært að komast úr þessu þrotaveðri í sól og hita. Annars hef ég aldrei komið til Frakklands og er spenntur fyrir því að fá að túristast aðeins um landið og skoða París og fleiri borgir.“ Dagsdaglega klæðist Kristófer íþróttafatnaði, sérstaklega ef ekkert sérstakt er fyrir stafni. „Fatastíllinn minn er frekar óformlegur og verður íþróttafatnaður oftast fyrir valinu. Ef eitthvað sérstakt er í gangi eða mig langar að klæðast öðru er það yfirleitt „street lookið“, gallabuxur, bolur og einhver þægileg hettupeysa með góðum strigaskóm.“ Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast? Hann hefur þróast töluvert síðustu árin. Áður fyrr spáði ég eiginlega ekkert í hverju ég var klæddur en undanfarin 2-3 ár hefur það breyst. Nú hef ég meiri áhuga á flottum klæðnaði og spái meira í fatakaup og hverju aðrir klæðast. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég mundi nú ekki segja það. Ég fylgi tískunni sem er inni hverju sinni og vinn mig út frá henni. En mínir nánustu vinir hafa örugglega mestu áhrifin á fatasmekk minn. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Aðallega í gegnum samfélagsmiðla, þá helst Instagram. Svo sér maður náttúrlega líka hverju fólk klæðist hversdagslega, niðri í bæ eða hvar sem er. Hvar kaupir þú helst fötin þín? H verslun, 66°Norður, 17 og Húrra eru uppáhaldsverslanir mínar hér á landi. Erlendis eru það helst Urban og Zara. Ég er ekki enn kominn á Gucci- og Louis-vagninn. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Ég er mjög hefðbundinn þegar kemur að litum og klæðist yfirleitt einhverju svörtu eða hvítu. Ef það eru einhverjir litir sem ég vinn stundum með eru það helst bleikur, vínrauður eða blár. Bestu og verstu fatakaupin? Verstu kaupin eru örugglega jakki sem ég neyddi mig til að kaupa í einu númeri of litlu. Hann var ekki til í minni stærð en mér fannst hann svo flottur að ég þurfti að eignast hann. Ég notaði jakkann síðan aldrei. Bestu kaupin eru örugglega eitthvað af þessum fötum sem ég keypti sumarið 2016 og nota enn. Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Örugglega bara álíka mikið og næsti maður. Ég á það til að kaupa mikið af fötum á stuttu tímabili en síðan kaupi ég ekki neitt í langan tíma. Þannig að þetta jafnast út. Notar þú einhverja fylgihluti? Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög háður derhúfum en fyrir utan þær nota ég ekkert annað sérstakt.
Tíska og hönnun Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira