Tónlist

Gefur aðdáendum ellefu milljónir

Bergþór Másson skrifar
Travis Scott á tónleikum
Travis Scott á tónleikum

Rapparinn Travis Scott eyddi 11 milljónum krónum (100.000 Bandaríkjadölum) af sínum eigin pening í aðdáendur sína í gær. Eina sem þeir þurftu að gera var að vitna í texta hans á Twitter.

Nýútgefin plata rapparans er söluhæsta plata Bandaríkjanna þessa vikuna og fagnaði Scott því með þessum gjörning á Twitter.

„Ég veit að það er erfitt fyrir krakkana þarna úti þannig ég ákvað að opna bankareikninginn og gefa ykkur 100.000 dali.“ segir Scott á Twitter síðu sinni.

Aðdáendur fengu peninginn í gegnum forritið Cash, sem virkar á svipaðan hátt og Aur og Kass hérlendis.

Mikil ánægja ríkti hjá aðdáendum rapparans þegar þau fengu peninginn frá honum, eins og má sjá á meðfylgjandi tístum. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.