Lífið

Fyrrverandi eiginkona söngvara Korn fannst látin

Atli Ísleifsson skrifar
Deven og Jonathan Davis gengu í hjónaband árið 2004.
Deven og Jonathan Davis gengu í hjónaband árið 2004. Vísir/Getty
Deven Davis, fyrrverandi eiginkona Jonathan Davis, söngvara Korn, fannst látin fyrr í dag eftir að hafa verið saknað í viku. Hún varð 39 ára gömul.

Þau Deven og Jonathan Davis gengu í hjónaband árið 2004 en Jonathan sótti um skilnað í október 2016.

Jonathan hefur áður sagt að Deven hafi glímt við fíkniefnadjöfulinn í um tuttugu ár, en TMZ  greinir frá því að hún hafi yfirgefið meðferðarstofnun síðastliðinn föstudag og ekkert spurst til hennar síðan. Hún fannst látin fyrr í dag.

TMZ greinir einnig frá því að Jonathan Davis hafi nýverið farið fram á nálgunarbann gegn Deven og að dómari hafi úrskurðað að hún mætti tímabundið ekki hitta tvö börn þeirra Jonathan eða hund þeirra Chaos.

Ekki liggur fyrir hvað dró Deven til dauða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.