Hleypur í höfuðborgum Norðurlanda Elín Albertsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 06:00 Hrannar Björn Arnarson hóf hlaup fyrir fimm árum og hefur hlaupið tíu kílómetra í flestum höfuðborgum Norðurlanda Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, þarf oft að sækja fundi á Norðurlöndunum og grípur þá tækifærið og kynnir sér borgirnar með því að hlaupa um þær. Ég byrjaði í rauninni að hlaupa fyrir fimm árum þegar ég hætti að hlaupa á eftir Jóhönnu Sigurðardóttur,“ segir Hrannar brosandi en hann var aðstoðarmaður Jóhönnu þegar hún var forsætisráðherra. „Ég einsetti mér að hlaupa tíu kílómetrana í maraþoninu það árið þó ég hefði aldrei hlaupið meira en þrjá kílómetra á bretti og aldrei hlaupið úti. En nú er þetta mín aðalhreyfing og ég reyni að hlaupa svona tvisvar til þrisvar í viku, tíu kílómetra eða meira. Ég er alltaf með hlaupafötin í töskunni á ferðalögum enda eru hlaup kjörin leið til að skoða umhverfið með aðeins öðrum hætti.“ Hrannar segist ekki eltast við tímatökur eða vegalengdir. „Ég er samt þannig innréttaður að ég þarf að hafa markmið til að stefna að og hef sett mér að hlaupa tíu kílómetra í öllum höfuðborgum Norðurlandanna því ég hef verið að ferðast mikið þar. Í fyrra vantaði mig bara Þórshöfn en náði hinum sjö. Í fyrra ákvað ég líka að hlaupa 500 kílómetra á árinu en það gekk svo vel að fyrir fimmtugsafmælið í september var það komið og ég náði 700 kílómetrum á árinu svo núna er markmiðið að hlaupa þúsund kílómetra í ár og gengur ágætlega með það.“ Hann segir Kaupmannahöfn og Reykjavík vera sínar uppáhalds hlaupaborgir. „Ég þekki hinar náttúrlega ekki eins vel og Reykjavík sem er hlaupaparadís að flestu leyti, með fallegri náttúru og stígum um allt sem hægt er að hlaupa á allt árið. En hér eru auðvitað hólar og hæðir sem vantar alveg í sléttlendið í Kaupmannahöfn sem er ákveðinn kostur og þar er líka fullt af flottum leiðum.“ Hrannar segist oftast vera einn á hlaupunum. „Einn af kostunum við hlaupin er að maður getur hoppað út hvenær sem er og þarf ekki að binda sig við annarra manna klukkur.„Ég hef hins vegar komist upp á lagið með það upp á síðkastið að nota podcast þegar ég er að hlaupa og til dæmis er ég búinn að hlusta á eitthvað um hundrað þætti af Í ljósi sögunnar. Það má eiginlega segja að Vera Illugadóttir hafi verið minn besti hlaupafélagi undanfarið ár.“ „Ég prófaði líka í fyrra að skrá mig í hlaupahóp sem heitir Náttúruhlaup sem hleypur úti í náttúrunni en ekki bara á hlaupastígum og það opnaði í rauninni alveg nýja vídd fyrir mér sem hlaupara. „segir hann. „Það er svo rosalega mikið af flottum leiðum hér í kringum höfuðborgarsvæðið sem hægt er að fara og þarf ekki að hlaupa alltaf sömu sporin dag eftir dag eins og maður var farinn að gera heldur getur endalaust fundið nýjar leiðir hér í kring.“ Hrannar segir staðalhlaupabúnaðinn sinn mjög einfaldan. „Ég hef ekki alveg dottið inn í tækjavæðinguna í kringum þetta. Ég er bara með minn síma og mitt hlaupaapp í honum, hlaupaskó, buxur og einhverja peysu og þarf ekkert meira. Ég er kominn upp á lag með að geta hlaupið nokkuð langt án þess að þurfa alltaf að vera að drekka og borða. Mér gáfaðri menn eru reyndar að skamma mig fyrir það því það sé ekki gott fyrir kroppinn svo þegar ég veit að ég ætla að hlaupa langt þá tek ég með mér vatnsbrúsa en annars eru þetta bara fötin.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að sérstöku mataræði. „Ég er ekki að hlaupa það krefjandi hlaup að ég þurfi að leggja allt undir og svo þarf ég svo oft að grípa tækifærin þegar þau gefast að ég er ekkert að skipuleggja daginn í kringum hlaupin en reyni þó að troða mig ekki út rétt áður en ég fer út. Ég grínast stundum með það að ég sé að hlaupa af því mér finnst svo gaman og gott að borða. Ég vil geta leyft mér hvað sem er í mat og drykk og hleyp þá þess meira á móti.“ Fyrir utan hinn augljósa heilsuávinning af því að hlaupa telur Hrannar hlaupin hafa gert sér gott á fleiri vegu. „Þegar ég var að byrja að hlaupa lengri veglengdir fór ég að fá verki í mjaðmirnar og hnén og þá benti mér einhver á að láta kíkja á fæturna á mér og kom í ljós að annar fóturinn var styttri en hinn og ég var farinn að beita öllum líkamanum kolvitlaust. Eftir að ég lét stilla það af með innleggi þá finn ég ekki fyrir þessu,“ segir hann og bætir við.„Og ég hef oft velt fyrir mér hversu margir lifa með verkjum sem er hægt að laga með því að fá smá innlegg í skóna. Það er enginn með fullkomlega jafna fætur og með aldri og álagi fara að koma fram verkir. Það bjargaði mér allavega og minni heilsu að láta líta á þetta og laga það og ég veit ekkert hvenær þetta hefði komið upp ef ég hefði ekki byrjað að hlaupa.“ Hrannar stefnir á sitt fimmta Reykjavíkurmaraþon eftir mánuð. „Ég hef hlaupið fyrir MS félagið undanfarin ár en nú ætla ég að hlaupa hálfmaraþon fyrir Bjarkarhlíð, nýja þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Ég hef fylgst með því starfi sem þar hefur farið fram og vil leggja því lið til þess að tryggja að það haldi áfram.“ Hrannar sér fram á að halda áfram að hlaupa enda hefur hann bæði gagn og gaman af því. „Ég er mjög organískur hlaupari allavega enn sem komið er. En ég finn að þetta er sport sem dregur mann alltaf lengra og lengra og ég sé alltaf nýjar áskoranir og nýja möguleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, þarf oft að sækja fundi á Norðurlöndunum og grípur þá tækifærið og kynnir sér borgirnar með því að hlaupa um þær. Ég byrjaði í rauninni að hlaupa fyrir fimm árum þegar ég hætti að hlaupa á eftir Jóhönnu Sigurðardóttur,“ segir Hrannar brosandi en hann var aðstoðarmaður Jóhönnu þegar hún var forsætisráðherra. „Ég einsetti mér að hlaupa tíu kílómetrana í maraþoninu það árið þó ég hefði aldrei hlaupið meira en þrjá kílómetra á bretti og aldrei hlaupið úti. En nú er þetta mín aðalhreyfing og ég reyni að hlaupa svona tvisvar til þrisvar í viku, tíu kílómetra eða meira. Ég er alltaf með hlaupafötin í töskunni á ferðalögum enda eru hlaup kjörin leið til að skoða umhverfið með aðeins öðrum hætti.“ Hrannar segist ekki eltast við tímatökur eða vegalengdir. „Ég er samt þannig innréttaður að ég þarf að hafa markmið til að stefna að og hef sett mér að hlaupa tíu kílómetra í öllum höfuðborgum Norðurlandanna því ég hef verið að ferðast mikið þar. Í fyrra vantaði mig bara Þórshöfn en náði hinum sjö. Í fyrra ákvað ég líka að hlaupa 500 kílómetra á árinu en það gekk svo vel að fyrir fimmtugsafmælið í september var það komið og ég náði 700 kílómetrum á árinu svo núna er markmiðið að hlaupa þúsund kílómetra í ár og gengur ágætlega með það.“ Hann segir Kaupmannahöfn og Reykjavík vera sínar uppáhalds hlaupaborgir. „Ég þekki hinar náttúrlega ekki eins vel og Reykjavík sem er hlaupaparadís að flestu leyti, með fallegri náttúru og stígum um allt sem hægt er að hlaupa á allt árið. En hér eru auðvitað hólar og hæðir sem vantar alveg í sléttlendið í Kaupmannahöfn sem er ákveðinn kostur og þar er líka fullt af flottum leiðum.“ Hrannar segist oftast vera einn á hlaupunum. „Einn af kostunum við hlaupin er að maður getur hoppað út hvenær sem er og þarf ekki að binda sig við annarra manna klukkur.„Ég hef hins vegar komist upp á lagið með það upp á síðkastið að nota podcast þegar ég er að hlaupa og til dæmis er ég búinn að hlusta á eitthvað um hundrað þætti af Í ljósi sögunnar. Það má eiginlega segja að Vera Illugadóttir hafi verið minn besti hlaupafélagi undanfarið ár.“ „Ég prófaði líka í fyrra að skrá mig í hlaupahóp sem heitir Náttúruhlaup sem hleypur úti í náttúrunni en ekki bara á hlaupastígum og það opnaði í rauninni alveg nýja vídd fyrir mér sem hlaupara. „segir hann. „Það er svo rosalega mikið af flottum leiðum hér í kringum höfuðborgarsvæðið sem hægt er að fara og þarf ekki að hlaupa alltaf sömu sporin dag eftir dag eins og maður var farinn að gera heldur getur endalaust fundið nýjar leiðir hér í kring.“ Hrannar segir staðalhlaupabúnaðinn sinn mjög einfaldan. „Ég hef ekki alveg dottið inn í tækjavæðinguna í kringum þetta. Ég er bara með minn síma og mitt hlaupaapp í honum, hlaupaskó, buxur og einhverja peysu og þarf ekkert meira. Ég er kominn upp á lag með að geta hlaupið nokkuð langt án þess að þurfa alltaf að vera að drekka og borða. Mér gáfaðri menn eru reyndar að skamma mig fyrir það því það sé ekki gott fyrir kroppinn svo þegar ég veit að ég ætla að hlaupa langt þá tek ég með mér vatnsbrúsa en annars eru þetta bara fötin.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að sérstöku mataræði. „Ég er ekki að hlaupa það krefjandi hlaup að ég þurfi að leggja allt undir og svo þarf ég svo oft að grípa tækifærin þegar þau gefast að ég er ekkert að skipuleggja daginn í kringum hlaupin en reyni þó að troða mig ekki út rétt áður en ég fer út. Ég grínast stundum með það að ég sé að hlaupa af því mér finnst svo gaman og gott að borða. Ég vil geta leyft mér hvað sem er í mat og drykk og hleyp þá þess meira á móti.“ Fyrir utan hinn augljósa heilsuávinning af því að hlaupa telur Hrannar hlaupin hafa gert sér gott á fleiri vegu. „Þegar ég var að byrja að hlaupa lengri veglengdir fór ég að fá verki í mjaðmirnar og hnén og þá benti mér einhver á að láta kíkja á fæturna á mér og kom í ljós að annar fóturinn var styttri en hinn og ég var farinn að beita öllum líkamanum kolvitlaust. Eftir að ég lét stilla það af með innleggi þá finn ég ekki fyrir þessu,“ segir hann og bætir við.„Og ég hef oft velt fyrir mér hversu margir lifa með verkjum sem er hægt að laga með því að fá smá innlegg í skóna. Það er enginn með fullkomlega jafna fætur og með aldri og álagi fara að koma fram verkir. Það bjargaði mér allavega og minni heilsu að láta líta á þetta og laga það og ég veit ekkert hvenær þetta hefði komið upp ef ég hefði ekki byrjað að hlaupa.“ Hrannar stefnir á sitt fimmta Reykjavíkurmaraþon eftir mánuð. „Ég hef hlaupið fyrir MS félagið undanfarin ár en nú ætla ég að hlaupa hálfmaraþon fyrir Bjarkarhlíð, nýja þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Ég hef fylgst með því starfi sem þar hefur farið fram og vil leggja því lið til þess að tryggja að það haldi áfram.“ Hrannar sér fram á að halda áfram að hlaupa enda hefur hann bæði gagn og gaman af því. „Ég er mjög organískur hlaupari allavega enn sem komið er. En ég finn að þetta er sport sem dregur mann alltaf lengra og lengra og ég sé alltaf nýjar áskoranir og nýja möguleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira