Viðbrögð áhafnar fumlaus og örugg Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 19:54 Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. Flugvélin sem er af gerðinni Bombardier og er nýleg í flota Air Iceland Connect hafði nýlegt tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Egilsstaða með fjörutíu farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Á meðan vélin flaug inn til lendingar gerðu viðbragðsaðilar sig tilbúna en áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug á móts við flugvélina og kem með henni inn til lendingar. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði gekk lendingin vel þó slökkt væri á hægri hreyfli vélarinnar. Neyðarstigi var aflétt og vélinni var ekið beint í flugstæði flugfélagsins. Framkvæmdastjórinn segir vélar af þessari gert vel geta flogið á einu hreyfi. Hún fer náttúrulega ekki jafn langt yfir og jafn hratt yfir. Hún getur átt við í rauninni flestar þær aðstæður sem geta komið upp á einum hreyfli eins og tveimur,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Eftir að farþegar og áhöfn voru komin frá borði var vélin dregin inn í flugskýli þar sem hún var tekin til nánari skoðunar af flugvirkjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þegar atvik sem þessi koma upp er unnið eftir ströngum verklagsreglum. Fulltrúar flugfélagsins og áhöfn flugvélarinnar ræddu við farþega og fóru yfir það sem gerst hafði. Sumir farþeganna voru skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fagleg og fumlaus viðbrögð. „Bara þegar ég horfði inn í loftið og þegar ég lít út um gluggann þá sé ég að það er slökkt á öðrum hreyflinum. Maður varð smeykur og svo kallar flugstjórinn í kallkerfið að það þurfi að snúa við því annar hreyfillinn virkar ekki” segir Leifur Guðjónsson farþegi í vélinni. „Ég var smá hrædd en ekki mikið,” segir Hulda Vaka Gísladóttir annar farþegi í vélinni. Hulda var ein í fluginu undir eftirliti áhafnarinnar. Móðir hennar fékk SMS skilaboð frá dóttur sinni um bilunina í vélinni. Hvernig var tilfinningin? „Vond. Ég var inn í Kringlu og ég bara rauk út,” segir Anna Aðalheiður Árnadóttir móðir Huldu. Síðdegis var önnur vél fengin til þess að fljúga þeim sem treystu sér til Egilsstaða en Rauði krossinn bauð þeim sem vildu áfallahjálp. Við sjáum flugvirkjanna vera að skoða vélina hér fyrir aftan okkur, áttið ykkur á því svona í fljótu bragði hvað gerðist? „Það er of snemmt að segja til um það, það er bara til skoðunar,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Samgöngur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. Flugvélin sem er af gerðinni Bombardier og er nýleg í flota Air Iceland Connect hafði nýlegt tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Egilsstaða með fjörutíu farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Á meðan vélin flaug inn til lendingar gerðu viðbragðsaðilar sig tilbúna en áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug á móts við flugvélina og kem með henni inn til lendingar. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði gekk lendingin vel þó slökkt væri á hægri hreyfli vélarinnar. Neyðarstigi var aflétt og vélinni var ekið beint í flugstæði flugfélagsins. Framkvæmdastjórinn segir vélar af þessari gert vel geta flogið á einu hreyfi. Hún fer náttúrulega ekki jafn langt yfir og jafn hratt yfir. Hún getur átt við í rauninni flestar þær aðstæður sem geta komið upp á einum hreyfli eins og tveimur,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Eftir að farþegar og áhöfn voru komin frá borði var vélin dregin inn í flugskýli þar sem hún var tekin til nánari skoðunar af flugvirkjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þegar atvik sem þessi koma upp er unnið eftir ströngum verklagsreglum. Fulltrúar flugfélagsins og áhöfn flugvélarinnar ræddu við farþega og fóru yfir það sem gerst hafði. Sumir farþeganna voru skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fagleg og fumlaus viðbrögð. „Bara þegar ég horfði inn í loftið og þegar ég lít út um gluggann þá sé ég að það er slökkt á öðrum hreyflinum. Maður varð smeykur og svo kallar flugstjórinn í kallkerfið að það þurfi að snúa við því annar hreyfillinn virkar ekki” segir Leifur Guðjónsson farþegi í vélinni. „Ég var smá hrædd en ekki mikið,” segir Hulda Vaka Gísladóttir annar farþegi í vélinni. Hulda var ein í fluginu undir eftirliti áhafnarinnar. Móðir hennar fékk SMS skilaboð frá dóttur sinni um bilunina í vélinni. Hvernig var tilfinningin? „Vond. Ég var inn í Kringlu og ég bara rauk út,” segir Anna Aðalheiður Árnadóttir móðir Huldu. Síðdegis var önnur vél fengin til þess að fljúga þeim sem treystu sér til Egilsstaða en Rauði krossinn bauð þeim sem vildu áfallahjálp. Við sjáum flugvirkjanna vera að skoða vélina hér fyrir aftan okkur, áttið ykkur á því svona í fljótu bragði hvað gerðist? „Það er of snemmt að segja til um það, það er bara til skoðunar,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.
Samgöngur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira