Trampólíngarður óskar eftir vínveitingaleyfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. ágúst 2018 20:26 Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að nýr trampólíngarður fái vínveitingaleyfi samhliða starfsleyfi. Engar athugasemdir eru gerðar þrátt fyrir fjölmörg slys í samskonar skemmtigarði í sama bæjarfélagi. Eigandi segir farið eftir ströngum öryggisstöðlum. Skemmtigarðurinn hóf starfsemi nú í byrjun mánaðarins og strax hafa viðtökur verið mjög góðar. Samskonar skemmtigarður opnaði fyrir tæpu ári í sama bæjarfélagi en hann var gagnrýndur eftir fjölmörg slys á börnum og að öryggisstöðlum hafi ekki verið fylgt. Eigandi þessa staðar segist hafa verk að vinna eftir neikvæða umfjöllun hjá öðrum stað, síðustu mánuði. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta núna í þrjú ár,“ segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rush Iceland. „Ég er svo heppinn að vera í samstarfi við ameríska aðila sem eru að reka þetta og þekkja þetta allt saman. Þetta er fjórtándi garðurinn undir þessu nafni.“ Fréttastofan skoðaði aðstæður í dag og svo virðist sem öryggiskröfum sé fylgt til hins ýtrasta. Fjölmargir starfsmenn voru við eftirlit auk þess sem skyndhjálparbúnaður er til staðar. Gengið er út frá því að skemmtigarðurinn höfði jafnt til barna sem fullorðinna. Skemmtigarðurinn hefur óskað eftir veitingaleyfi í flokki tvö hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem bæjarráð Kópavogs tók fyrir í lok júlí og samþykkti. Samþykkið hefur vakið upp spurningar hvort skemmtigarður sem þessi og áfengisneysla fari saman. Ekki náðist í bæjarstjóra eða formann bæjarráðs við vinnslu fréttarinnar en framkvæmdastjóri sem veitingasöluna háða ströngum reglum. Leyfið er nú um umsagnarferli hjá sýslumanni. „Þegar fólk er búið að hoppa og skemmta sér, kannski einhverjir vinahópar, fyrirtæki eða einhver að gera sér glaða stund, þá geta þeir komið og hoppað og svo getum við boðið þeim upp á áfengi eftir það. Þannig að við höfum höfum fulla stjórn á því hvað er neytt innan okkar veggja,“ segir Torfi. Þeir sem neyta áfengis munu ekki hafa aðgang að tækjasalnum og áfengissala verður í lokuðu rými fjarri tækjum. Allir þeir sem fá aðgang að garðinum þurfa að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu þar sem gerð er grein fyrir því að slys geti orðið. „Við jafnframt ábyrgjumst tækin og allt sem þú ert að nota er í toppstandi og uppfyllir allar þá kröfur sem eru settar á okkur.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að nýr trampólíngarður fái vínveitingaleyfi samhliða starfsleyfi. Engar athugasemdir eru gerðar þrátt fyrir fjölmörg slys í samskonar skemmtigarði í sama bæjarfélagi. Eigandi segir farið eftir ströngum öryggisstöðlum. Skemmtigarðurinn hóf starfsemi nú í byrjun mánaðarins og strax hafa viðtökur verið mjög góðar. Samskonar skemmtigarður opnaði fyrir tæpu ári í sama bæjarfélagi en hann var gagnrýndur eftir fjölmörg slys á börnum og að öryggisstöðlum hafi ekki verið fylgt. Eigandi þessa staðar segist hafa verk að vinna eftir neikvæða umfjöllun hjá öðrum stað, síðustu mánuði. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta núna í þrjú ár,“ segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rush Iceland. „Ég er svo heppinn að vera í samstarfi við ameríska aðila sem eru að reka þetta og þekkja þetta allt saman. Þetta er fjórtándi garðurinn undir þessu nafni.“ Fréttastofan skoðaði aðstæður í dag og svo virðist sem öryggiskröfum sé fylgt til hins ýtrasta. Fjölmargir starfsmenn voru við eftirlit auk þess sem skyndhjálparbúnaður er til staðar. Gengið er út frá því að skemmtigarðurinn höfði jafnt til barna sem fullorðinna. Skemmtigarðurinn hefur óskað eftir veitingaleyfi í flokki tvö hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem bæjarráð Kópavogs tók fyrir í lok júlí og samþykkti. Samþykkið hefur vakið upp spurningar hvort skemmtigarður sem þessi og áfengisneysla fari saman. Ekki náðist í bæjarstjóra eða formann bæjarráðs við vinnslu fréttarinnar en framkvæmdastjóri sem veitingasöluna háða ströngum reglum. Leyfið er nú um umsagnarferli hjá sýslumanni. „Þegar fólk er búið að hoppa og skemmta sér, kannski einhverjir vinahópar, fyrirtæki eða einhver að gera sér glaða stund, þá geta þeir komið og hoppað og svo getum við boðið þeim upp á áfengi eftir það. Þannig að við höfum höfum fulla stjórn á því hvað er neytt innan okkar veggja,“ segir Torfi. Þeir sem neyta áfengis munu ekki hafa aðgang að tækjasalnum og áfengissala verður í lokuðu rými fjarri tækjum. Allir þeir sem fá aðgang að garðinum þurfa að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu þar sem gerð er grein fyrir því að slys geti orðið. „Við jafnframt ábyrgjumst tækin og allt sem þú ert að nota er í toppstandi og uppfyllir allar þá kröfur sem eru settar á okkur.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira