Innlent

Skjálfti að stærð 3,4 í Bárðarbungu

Gissur Sigurðsson skrifar
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls.
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar

Jarðskjálfti, sem mældist 3,4 stig, varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni laust fyrir klukkan hálf sjö í morgun.

Fáir eftirskjálftar hafa mælst enn sem komið er. Jarðvísindamenn sjá engin merki um gosóróa.

Að öðru leyti var nokkuð rólegt á öðrum þekktum skjálftasvæðum í nótt. Að frátöldum fyrrnefndum skjálfta og einum sem mældist 2,1 stig við Hábungu upp úr miðnætti hefur enginn skjálfti farið yfir 2 stig á landinu síðastliðna tvo sólarhringa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.