Innlent

Leitinni að hvítabirninum lokið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglan vill árétta við fólk á svæðinu að ef að það verður vart við dýrið þá skal hafa samband við 112.
Lögreglan vill árétta við fólk á svæðinu að ef að það verður vart við dýrið þá skal hafa samband við 112. Vísir/Getty
Leitinni að hvítabirninum á Melrakkasléttu lauk um klukkan 16.30 að því fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ekki hefur sést til hvítabjarnar á þeim tíma sem leit stóð yfir. Í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um að sést hefði til hvítabjarnar á Melrakkasléttu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar með lögreglu um borð flaug yfir svæðið frá þeirri staðsetningu sem talið var að sést hefði til hvítabjarnarins.

Frá því að erlendir ferðamenn gerðu lögreglu viðvart hefur staðið yfir leit að hvítabirni. Leitað var yfir svæðið, austur og vestur yfir Melrakkasléttuna, inn í land og meðfram ströndinni en ekki hefur sést til hvítabjarnarins. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ef leitin að hvítabirninum bæri ekki árangur í dag verði henni hætt nema að önnur tilkynning um björninn berist lögreglu.

Þrátt fyrir að leitinni sé lokið biðlar lögregla þó til fólks í námunda við svæðið að hafa strax samband við 112 ef það verður vart við hvítabjörn.

Leiðsögumaðurinn David Zehla segir á Facebook-síðu sinni að hann hefði ekki náð að ganga úr skugga um hvort að dýrið sem hann sá hefði verið hvítabjörn eða kind. Dýrið hefði engu að síður verið mjög stórt og óvenjulega hvítt. Hann segir franskan félaga sinn hafa verið viss um að um björn væri að ræða.


Tengdar fréttir

Saga hvítabjarna hér á landi óblíð

Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×